Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Gert er ráð fyrir hluta Borgarlínu í fjárhagsætluninni. Fréttablaðið/Anton Brink „Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
„Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira