Íbúar á Vatnsenda lýsa óöld og ótta á svæðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Yfirgefnir bústaðir á Vatnsenda stinga í stúf við íbúabyggðina. Fréttablaðið/Eyþór „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira