Konur verða að vera góðar við karla svo það megi nota þá Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2018 09:00 Þórunn Jarla segist vera algjör dama en lætur það þó ekki koma í veg fyrir hispursleysi. visir/vilhelm Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur er með þeim allra skemmtilegustu. Hún er umbúðalaus og jafnvel hrekkjótt í tali um leið og hún segist vera algjör dama. Hispurslaus dama. Svolítið eins og að vera í teygjurólu og skjótast til og frá, upp og niður, við það eitt að ræða við hana. Þórunn var að senda frá sér nýja bók um sjálfan Skúla Magnússon, sem nefndur hefur verið faðir Reykjavíkur – Skúli fógeti. En, sama hversu staðlaðar spurningarnar voru, svör rithöfundarins sendu höku blaðamannsins oftar en ekki niður á bringu. Þórunn, sem er sagnfræðingur að mennt, hefur sent frá sér verk af ýmsu tagi; ljóð, ævisögur, skáldsögur og rit sagnfræðilegs eðlis. Þú ert sagnfræðingur, Þórunn. Af hverju viltu vera að fást við skáldskap? Er kannski enginn sérstakur munur á skáldskap og sagnfræði? „Þetta er bara hægra og vinstra heilahvelið, við erum öll með þau. Fyrir upplýsingu og Ranke flæddu skáldskapur og vitneskja frjáls saman. Sumir þýða og skrifa skáldskap, aðrir eru sagnfræðingar milli skáldverka.“ Hvað gerðist svo, með og eftir upplýsingu? „Þá dó Guð, til dæmis.“ Alveg rétt. Blessuð sé minning hans. „Þegar farið var að kíkja svo nákvæmlega í smásjána dó draumurinn og hugarflugið. Annars er ég bara eins og mamma sín: Hún skrifaði bernskuskáldsögu móður sinnar og gaf út ljóðabók og skósmiðabörn smíða skó og tónlistarbörn smíða músík.“ Hefur aldrei logið um fólk Já, ég er svona að reyna að átta mig á þessu, mér finnst þú mjög ljóðræð í allri tjáningu svo mjög að ég á fremur erfitt með að sjá þig í hlutverki hins þurra rykfallna agaða fræðimanns sem er smámunasamur og jafnvel … leiðinlegur? „Ég átti mentor sem hét Björn Þorsteinsson, ótrúlega skemmtilegur karl, sem fór að leita að geirfuglsbeinum í gömlum öskuhaugum á Reykjanesi með Kristjáni Eldjárni, Birni Th. og Þórarinssyni jarðfræðingi. Eða kannski voru þeir bara á fylliríi. Björn var guðfaðir flestra skapandi sagnfræðinga af minni kynslóð. Hann sagði í erindi í bók að tvennt merkilegt hefði gerst í Íslandssögunni; landnámið og Skúli Magnússon.“ Já, einmitt. Þórunn Jarla var að senda frá sér bók um Skúla fógeta og hefur hún þegar hlotið afar góða dóma.visir/vilhelm „Vorið 1752 komu fjögur skip með Reykjavík í maganum .. og hér reis gata í villta vestrinu. Að ógleymdri steinhöllinni úti í Viðey. Skúli stal alltaf senunni og vann allar glímur nema eina.“ Bókin þín nýja hefur verið kynnt sem söguleg skáldsaga. Þetta er bókmenntategund sem hefur notið mikilla vinsælda en þá taka skapandi sagnfræðingar sig til, fjalla um tilteknar persónur og gefa sér jafnframt skáldaleyfi – þetta liggur á einhverjum óræðum mörkum skáldskapar og sagnfræði? „Nei, þetta er vel skrifuð heimildabók. Ekki skáldsaga, þú tekur ekki sagnfræðinginn frekar en lækninn úr manninum.“ Skrifuð heimildabók? Já. Ók. „Ég hef aldrei logið um fólk, lifandi né dautt, mér vitandi.“ Laxness kúkaði á Matta Joc eðli máls samkvæmt Það liggur býsna mikið og flott verk eftir Þórunni Jörlu. Og hún hefur ekki hikað við að fást við þessa stóru kalla svo sem Upp á Sigurhæðir um Matthías Jochumsson og nú Skúla fógeta. Hvernig koma viðfangsefnin til þín? „Það er enginn vandi að skrifa skáldlega um raunveruheima. Maður verður bara skotinn.“ Þórunn segist bregða leikhúskíki á fortíðina.Visir/Vilhelm Já, eins og með Matthías, ég sá þig einhvern tíma segja að þér þætti hann ekki njóta sannmælis? „Já einmitt, eðlilega. Nýir myndbrjótar fæðast, Satúrnus étur Úranus pabba sinn. Laxness kúkaði á Matta eðli málsins samkvæmt. Létta verður af bannhelgi.“ Laxness reif náttúrlega alla niður sem honum þótti ógnandi? „Nei, Matti var bara með augum nýrrar aldar svo væminn og asnalegur.“ Já, menn detta úr tísku. Og eru afbakaðir í leiðinni. „Hann var mikill uppreisnarmaður og þjóðbyggingar, hjartabyggingar… Skúli og hans menn voru landbyggingarmenn – landreisnarmenn. Fjölnis voru tungu og bókmenntabyggingamenn, drápu rímur og grallarasöng, sem var einmitt það að drepa föður sinn.“ Þér virðist ekkert vera alltof hlýtt til Fjölnismanna? „Jú, ég elska þá mest. En ekki það að frysta tunguna, sem þeir vildu aldrei. Tíminn nefnilega skekkir og skælir, eins og grasið gangstéttir að lokum.“ Heimur á hverfanda hveliÞórunn vill ekki lýsa starfi sínu sem sagnfræðingur svo að hún sé að leggja stétt sem gengið hefur úr skorðum, aftur um áður gróna götu. „Nei, ég gef texta kíki, til að sjá eins og það var. Leikhúskíki. Frumskógarkíki. Fortíðin er frumskógur, mjög þéttur og erfitt að lýsa honum. Allt breytist eins og skot. Á Skúlaöld var hyski ekki neikvætt orð. Hann sagði um systur sína að engan ástmann hefði hann elskað sem hana. Þá var kona maður og ástmaður hafði ekkert með klof að gera. Engin pedophilie eða sifjaspell.“Þórunn telur það algerlega fráleitt að bregða mælistiku ríkjandi gildismats á liðna tíma.visir/vilhelmMér finnst eins og þér finnist sitthvað við nútímann að athuga, rétttrúnaðinn sem við búum við? „Nei, ég bara hata að fólk horfi á lífheiminn eyðileggjast án þess einu sinni að yppta öxlum.“Þetta verðurðu að útskýra betur? Er þetta orðið eitt allsherjar náttúruleysi? „Skítt með fólkið, hitt er óafturkræft. Það deyja tegundir út á hverjum degi, geirfuglar meiri og minni. Mér er ekki sama. Er það kannski rétttrúnaður?“ Njahh, sko... rétttrúnaður er sjálfsagt með ýmsu móti en partur af honum er að leggja mælistiku ríkjandi gildismats við liðna tíma með fordæmandi hætti? „Það myndi ég aldrei gera, það er argasta klám og klístur.“Vissi ekkert um Skúla en gat notað peninginnEn, ef við skoðum aðeins Skúla, hvernig kom það til að hann lenti á þínu borði? „Ég vil gjarna rýna samtímann, en upphafspunktur allrar róttækni hlýtur að vera heildarmyndin … auðvitað er ég við það að missa vitið yfir því að BB, Brigit Bardot, sé enn við völd eftir fjárdrátt hans og ættar hans rétt fyrir hrun. En, ég var beðin um að flytja erindi um Skúla á Vetrarmenningarnótt og vantaði pening. Vissi ekki rass um hann.“„Ég er mjög glöð að Skúli vildi koma núna til að bjarga því að hótel yrði byggt yfir jarðneskar leifar þræla hans. Meira að segja fílar virða bein forfeðranna. Og fokk, ég segi fokkandi fokk. Ég skal hengja mig upp á það að 90 prósent þjóðarinnar sem á Reykjavík öll vill ekki fá hótel þarna.“Upplýsingin út með baðvatninuSamtímamaður Skúla fógeta er heimspekingurinn og sagnfræðingurinn David Hume. Hume var efahyggjumaður og það er á þessum tímum sem upplýsingin kemur til skjalanna. Seint á 17. öld. Þórunn vitnar í Hume: „Ekkert er undarlegra en að þægur múgur láti örfáa menn stjórna sér.“ Og önnur lína eftir Hume, sem Þórunn telur þrungna merkingu ekki og eiga vel við í dag og finna má í bókinni er svo þessi: „Líf manns er ekki merkilegra en líf ostru.“ Skúli er maður upplýsingarinnar. Fjölmörg réttindi sem þykja sjálfsögð og snúa að frelsi, tjáningarfrelsi og frjálslyndi og aldir að berjast fyrir eiga nú undir högg að sækja. Þórunn segir þetta allt rétt; svo virðist sem við séum að skola þessu eins og ekkert sé út með baðvatninu. Einmitt þegar við þurfum helst á endurreisninni að halda.„En, ég er á gabapentíni og hef ekki áhyggjur lengur. Listinn yfir syndróm mín er að lengjast. Hálfeinhverf, með þann athyglisbrest að týna fylgihlutum utanhúss, jafnvel bíl og taka strætó heim ... og nýjasta syndrómið er að hafa gleymt því að karlar eru líka viðkvæmir. Ég hélt að allir töff karlar væru hörkutól. Það er Me3 að konur læri að skilja karla.“ Konur eru grimmara kyniðÞórunn lofar að hún muni vekja lesendur nýrrar bókar sinnar að minnsta kosti á þriðju hverri síðu. „Sjálf sofna ég alltaf þegar ég þarf að fletta svo ég verð að hafa það svo.“ Hún segist vera ofvirk, en hugsanlega sé það enn eitt syndrómið. En, hvernig líður henni í jólabókavertíð, er það tíminn eða er það kvöð?Þórunn Jarla kvartar sáran undan því hvernig kerfið leikur ekkjur og ekkla, þeir einstaklingar eru sem milli steins og sleggju.visir/vilhelm„Ég hef alltaf haft vængi. Þeir verða stundum lúnir, ég viðurkenni það. Tuskulegir og liggja undir rúmi. Ég hef alltaf samviskubit að stela athygli frá öllum öðrum. Maður er kona og á að þegja og leyfa strákunum að njóta sín. Þess vegna skrifa ég. En er svo heppin að þurfa ekki að gera það undir dulnefni, það er að segja karlmanns.“Eru karlmenn háðari athyglinni en konur? „Við verðum að vera góðar við ykkur svo við getum notað ykkur.“ Þetta hef ég alltaf sagt. „Til hjálpar vegna barnanna til dæmis.“Ég hef aldrei skilið þetta öðru vísi en svo að ég búi í kvennaríki. Þess vegna veit ég varla hvaðan á mig stendur veðrið í öllu þessu tali um Feðraveldi?„Við erum grimmara kynið, það er bara dýrafræði sem enginn getur véfengt.“ Algjörlega. „En, við vorum lokaðar inni elskan.“Já, hvað var það eiginlega? „Svo þið vissuð hver ætti börnin.“ Já, það er auðvitað þannig. Við erum að leysa gátuna! „Já, lífið er einfalt. Bara músik.“ Me3 er handan horns sem betur ferEn, hvað finnst þér þá um þetta kynjastríð sem nú stendur yfir? „Það hriktir í öllum stoðum þegar nokkur þúsund ára hús er rifið. Þegar ég var lítil vildi pabbi ekki að mamma talaði innan um karlmenn úti í bæ. Samt var hún stúdent með háskólapróf. Hann var gæi úr Önundarfirði, very retró. Síðan ég var lítil vissi ég að ég væri ömurlega kynið sem ætti ekki að tala.Þórunn Jarla segir að næst sé það Me3 og þá verði lögð áhersla á að skilja karlana.visir/vilhelmPrófaðu elskan samlíðan, að vera kona … kynin þurfa fyrst og fremst að skynja og skilja hvert annað. Þau eru svo mörg að maður verður að segja hvert annað. Svo er goggunarröð náttúrunnar sem stéttaskipting leggst ofan á, en samanber Hume, þá er þetta ekkert mál, að gera uppreisn. Samanber Gandhi þarf ekki einu sinni að úthella blóði. En, því miður er allt slíkt orðið of seint því á morgun nær hafið upp í olnboga á Frelsisstyttunni, sem er nota bene, kona.“En finnst þér staða þín hafa breyst síðan þú komst fyrst fram á sjónarsviðið sem rithöfundur? „Nei, ég er alltaf jafn ljót og leiðinleg, en maður verður skárri með aldrinum. Jú, eftir Me2 fékk ég balsam í hjartað. Ekki eins sárt að vera kona lengur. Sjálf hef ég alltaf verið maður, því ég er af þannig fólki komin. Ein af strákunum. En nú kemur Me3 og við förum að hugsa um strákana.“Er langt í þetta Me3 sem þú ert að lofa mér? „Nei, það var að byrja núna, við vorum að búa Me3 til. Faðmur allra er slanga með tvær huggandi hendur.“Bölvuð klípa að vera ekkjaSlanga með huggandi hendur. Eiginmaður Þórunnar var Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur. Hann varð bráðkvaddur á gamlársdag 2014. Hjartaáfall varð honum að aldurtila, langt fyrir aldur fram en hann fæddist 1958. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikið áfall það var. En, nú eru liðin fjögur ár og Þórunn Jarla er komin með reynslu; hvernig er að vera ekkja? Hefur þú eitthvað velt því hlutskipti fyrir þér? „Já. Ég má ekki giftast því þá missi ég ekkjulaun, vinnukonulaunin mín eftir 34 ára þjónustu. Þannig að ég segi við stráka: Ég er til í allt nema brúðkaup. Sem er hinn hrái sannleikur BHM flokks B.En, þar sem ég er sunnudagaskólastúlka sef ég ekki hjá nema gifta mig. Þetta er ekkert gaman, svona fögur og skemmtileg sem ég er.“ Já, þetta er klemma. „Já, lús milli tveggja nagla, bölvuð klípa og segðu þessum BHM-ingum að skammast sín að kvelja ekkjur og ekkla svo. Þetta er brandari. Hugmyndasaga andskotans afturgengin í reglugerðum BHM.“Þórunn Jarla segist ekki lengur hafa áhyggjur af þessu kynjastríði enda stendur önnur og öllu meiri vá fyrir dyrum.visir/vilhelmEn, er kerfið ekki svolítið þannig, við þjónum því en ekki öfugt; eins og veru utan úr geimi með ótrúlega þróaðan varnarmekkanisma. Allt verður henni að vopni? „Já, nú verðum við múgseyminginn að rífa oss upp á rassgatinu og laga það sem lagast vill. Í nafni Skúla og David Hume.“Kvikasilfraður refur og súr kóralrifEftir að hafa verið að rótast í tímum endurreisnarinnar, þeim félögum, hvernig lítur nútíminn út frá þeim sjónarhóli? „Ég er voða lítið hér ... verst að geta ekki spurt Eggert. Ég var búin að segja það, beibí krútt. Dýrategundir og jurtir eru að deyja. Neðansjávarkóralrif Íslands að hverfa sem nemur einum metra á ári vegna súrleika. Þetta er ekkert fokkandi djók. Þegar þú ert búinn að biðja Gallhopp að spyrja þjóðina hvað hún vilji gera við hjarta Reykjavíkur máttu spyrja hversu eitraður Faxaflói sé orðinn.“Erum við að tortíma okkur? „Refur í fjöllum er ekki eins kvikasilfraður né plastaður sem refur í fjörum. Gáfaðasta blíðasta heimskasta og grimmasta dýr jarðar. Það sem ég skil ekki, og nú skamma ég þig, hvað þurfum við marga blaðamenn og fréttamenn og háskólakennara og þingmenn og presta og biskupa áður en við finnum til með jörðinni og öllu sem lifir. Jesús er svo úreltur. Elska skaltu allt sem lifir sem sjálfan þig. Og jafnvel steinana líka, það sagði Þórbergur, steinarnir tala.“ Já, kannski tilgangslaust að standa í þessu? „Ég bara drekk mig í hel. Strax í dag. En ég þarf að mæta á húsfund núna. Þar til næst. Bæ.“ Bókmenntir Höfundatal Tengdar fréttir Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna. 26. október 2018 09:00 Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður. 28. október 2018 09:00 Hefur ekki séð nein dollaramerki í auga útgefandans Þegar Ófeigur Sigurðsson var að skrifa Öræfi taldi hann sig búinn sem rithöfund. Bókin sú breytti lífi hans enda naut hún fádæma velgengni. 4. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur er með þeim allra skemmtilegustu. Hún er umbúðalaus og jafnvel hrekkjótt í tali um leið og hún segist vera algjör dama. Hispurslaus dama. Svolítið eins og að vera í teygjurólu og skjótast til og frá, upp og niður, við það eitt að ræða við hana. Þórunn var að senda frá sér nýja bók um sjálfan Skúla Magnússon, sem nefndur hefur verið faðir Reykjavíkur – Skúli fógeti. En, sama hversu staðlaðar spurningarnar voru, svör rithöfundarins sendu höku blaðamannsins oftar en ekki niður á bringu. Þórunn, sem er sagnfræðingur að mennt, hefur sent frá sér verk af ýmsu tagi; ljóð, ævisögur, skáldsögur og rit sagnfræðilegs eðlis. Þú ert sagnfræðingur, Þórunn. Af hverju viltu vera að fást við skáldskap? Er kannski enginn sérstakur munur á skáldskap og sagnfræði? „Þetta er bara hægra og vinstra heilahvelið, við erum öll með þau. Fyrir upplýsingu og Ranke flæddu skáldskapur og vitneskja frjáls saman. Sumir þýða og skrifa skáldskap, aðrir eru sagnfræðingar milli skáldverka.“ Hvað gerðist svo, með og eftir upplýsingu? „Þá dó Guð, til dæmis.“ Alveg rétt. Blessuð sé minning hans. „Þegar farið var að kíkja svo nákvæmlega í smásjána dó draumurinn og hugarflugið. Annars er ég bara eins og mamma sín: Hún skrifaði bernskuskáldsögu móður sinnar og gaf út ljóðabók og skósmiðabörn smíða skó og tónlistarbörn smíða músík.“ Hefur aldrei logið um fólk Já, ég er svona að reyna að átta mig á þessu, mér finnst þú mjög ljóðræð í allri tjáningu svo mjög að ég á fremur erfitt með að sjá þig í hlutverki hins þurra rykfallna agaða fræðimanns sem er smámunasamur og jafnvel … leiðinlegur? „Ég átti mentor sem hét Björn Þorsteinsson, ótrúlega skemmtilegur karl, sem fór að leita að geirfuglsbeinum í gömlum öskuhaugum á Reykjanesi með Kristjáni Eldjárni, Birni Th. og Þórarinssyni jarðfræðingi. Eða kannski voru þeir bara á fylliríi. Björn var guðfaðir flestra skapandi sagnfræðinga af minni kynslóð. Hann sagði í erindi í bók að tvennt merkilegt hefði gerst í Íslandssögunni; landnámið og Skúli Magnússon.“ Já, einmitt. Þórunn Jarla var að senda frá sér bók um Skúla fógeta og hefur hún þegar hlotið afar góða dóma.visir/vilhelm „Vorið 1752 komu fjögur skip með Reykjavík í maganum .. og hér reis gata í villta vestrinu. Að ógleymdri steinhöllinni úti í Viðey. Skúli stal alltaf senunni og vann allar glímur nema eina.“ Bókin þín nýja hefur verið kynnt sem söguleg skáldsaga. Þetta er bókmenntategund sem hefur notið mikilla vinsælda en þá taka skapandi sagnfræðingar sig til, fjalla um tilteknar persónur og gefa sér jafnframt skáldaleyfi – þetta liggur á einhverjum óræðum mörkum skáldskapar og sagnfræði? „Nei, þetta er vel skrifuð heimildabók. Ekki skáldsaga, þú tekur ekki sagnfræðinginn frekar en lækninn úr manninum.“ Skrifuð heimildabók? Já. Ók. „Ég hef aldrei logið um fólk, lifandi né dautt, mér vitandi.“ Laxness kúkaði á Matta Joc eðli máls samkvæmt Það liggur býsna mikið og flott verk eftir Þórunni Jörlu. Og hún hefur ekki hikað við að fást við þessa stóru kalla svo sem Upp á Sigurhæðir um Matthías Jochumsson og nú Skúla fógeta. Hvernig koma viðfangsefnin til þín? „Það er enginn vandi að skrifa skáldlega um raunveruheima. Maður verður bara skotinn.“ Þórunn segist bregða leikhúskíki á fortíðina.Visir/Vilhelm Já, eins og með Matthías, ég sá þig einhvern tíma segja að þér þætti hann ekki njóta sannmælis? „Já einmitt, eðlilega. Nýir myndbrjótar fæðast, Satúrnus étur Úranus pabba sinn. Laxness kúkaði á Matta eðli málsins samkvæmt. Létta verður af bannhelgi.“ Laxness reif náttúrlega alla niður sem honum þótti ógnandi? „Nei, Matti var bara með augum nýrrar aldar svo væminn og asnalegur.“ Já, menn detta úr tísku. Og eru afbakaðir í leiðinni. „Hann var mikill uppreisnarmaður og þjóðbyggingar, hjartabyggingar… Skúli og hans menn voru landbyggingarmenn – landreisnarmenn. Fjölnis voru tungu og bókmenntabyggingamenn, drápu rímur og grallarasöng, sem var einmitt það að drepa föður sinn.“ Þér virðist ekkert vera alltof hlýtt til Fjölnismanna? „Jú, ég elska þá mest. En ekki það að frysta tunguna, sem þeir vildu aldrei. Tíminn nefnilega skekkir og skælir, eins og grasið gangstéttir að lokum.“ Heimur á hverfanda hveliÞórunn vill ekki lýsa starfi sínu sem sagnfræðingur svo að hún sé að leggja stétt sem gengið hefur úr skorðum, aftur um áður gróna götu. „Nei, ég gef texta kíki, til að sjá eins og það var. Leikhúskíki. Frumskógarkíki. Fortíðin er frumskógur, mjög þéttur og erfitt að lýsa honum. Allt breytist eins og skot. Á Skúlaöld var hyski ekki neikvætt orð. Hann sagði um systur sína að engan ástmann hefði hann elskað sem hana. Þá var kona maður og ástmaður hafði ekkert með klof að gera. Engin pedophilie eða sifjaspell.“Þórunn telur það algerlega fráleitt að bregða mælistiku ríkjandi gildismats á liðna tíma.visir/vilhelmMér finnst eins og þér finnist sitthvað við nútímann að athuga, rétttrúnaðinn sem við búum við? „Nei, ég bara hata að fólk horfi á lífheiminn eyðileggjast án þess einu sinni að yppta öxlum.“Þetta verðurðu að útskýra betur? Er þetta orðið eitt allsherjar náttúruleysi? „Skítt með fólkið, hitt er óafturkræft. Það deyja tegundir út á hverjum degi, geirfuglar meiri og minni. Mér er ekki sama. Er það kannski rétttrúnaður?“ Njahh, sko... rétttrúnaður er sjálfsagt með ýmsu móti en partur af honum er að leggja mælistiku ríkjandi gildismats við liðna tíma með fordæmandi hætti? „Það myndi ég aldrei gera, það er argasta klám og klístur.“Vissi ekkert um Skúla en gat notað peninginnEn, ef við skoðum aðeins Skúla, hvernig kom það til að hann lenti á þínu borði? „Ég vil gjarna rýna samtímann, en upphafspunktur allrar róttækni hlýtur að vera heildarmyndin … auðvitað er ég við það að missa vitið yfir því að BB, Brigit Bardot, sé enn við völd eftir fjárdrátt hans og ættar hans rétt fyrir hrun. En, ég var beðin um að flytja erindi um Skúla á Vetrarmenningarnótt og vantaði pening. Vissi ekki rass um hann.“„Ég er mjög glöð að Skúli vildi koma núna til að bjarga því að hótel yrði byggt yfir jarðneskar leifar þræla hans. Meira að segja fílar virða bein forfeðranna. Og fokk, ég segi fokkandi fokk. Ég skal hengja mig upp á það að 90 prósent þjóðarinnar sem á Reykjavík öll vill ekki fá hótel þarna.“Upplýsingin út með baðvatninuSamtímamaður Skúla fógeta er heimspekingurinn og sagnfræðingurinn David Hume. Hume var efahyggjumaður og það er á þessum tímum sem upplýsingin kemur til skjalanna. Seint á 17. öld. Þórunn vitnar í Hume: „Ekkert er undarlegra en að þægur múgur láti örfáa menn stjórna sér.“ Og önnur lína eftir Hume, sem Þórunn telur þrungna merkingu ekki og eiga vel við í dag og finna má í bókinni er svo þessi: „Líf manns er ekki merkilegra en líf ostru.“ Skúli er maður upplýsingarinnar. Fjölmörg réttindi sem þykja sjálfsögð og snúa að frelsi, tjáningarfrelsi og frjálslyndi og aldir að berjast fyrir eiga nú undir högg að sækja. Þórunn segir þetta allt rétt; svo virðist sem við séum að skola þessu eins og ekkert sé út með baðvatninu. Einmitt þegar við þurfum helst á endurreisninni að halda.„En, ég er á gabapentíni og hef ekki áhyggjur lengur. Listinn yfir syndróm mín er að lengjast. Hálfeinhverf, með þann athyglisbrest að týna fylgihlutum utanhúss, jafnvel bíl og taka strætó heim ... og nýjasta syndrómið er að hafa gleymt því að karlar eru líka viðkvæmir. Ég hélt að allir töff karlar væru hörkutól. Það er Me3 að konur læri að skilja karla.“ Konur eru grimmara kyniðÞórunn lofar að hún muni vekja lesendur nýrrar bókar sinnar að minnsta kosti á þriðju hverri síðu. „Sjálf sofna ég alltaf þegar ég þarf að fletta svo ég verð að hafa það svo.“ Hún segist vera ofvirk, en hugsanlega sé það enn eitt syndrómið. En, hvernig líður henni í jólabókavertíð, er það tíminn eða er það kvöð?Þórunn Jarla kvartar sáran undan því hvernig kerfið leikur ekkjur og ekkla, þeir einstaklingar eru sem milli steins og sleggju.visir/vilhelm„Ég hef alltaf haft vængi. Þeir verða stundum lúnir, ég viðurkenni það. Tuskulegir og liggja undir rúmi. Ég hef alltaf samviskubit að stela athygli frá öllum öðrum. Maður er kona og á að þegja og leyfa strákunum að njóta sín. Þess vegna skrifa ég. En er svo heppin að þurfa ekki að gera það undir dulnefni, það er að segja karlmanns.“Eru karlmenn háðari athyglinni en konur? „Við verðum að vera góðar við ykkur svo við getum notað ykkur.“ Þetta hef ég alltaf sagt. „Til hjálpar vegna barnanna til dæmis.“Ég hef aldrei skilið þetta öðru vísi en svo að ég búi í kvennaríki. Þess vegna veit ég varla hvaðan á mig stendur veðrið í öllu þessu tali um Feðraveldi?„Við erum grimmara kynið, það er bara dýrafræði sem enginn getur véfengt.“ Algjörlega. „En, við vorum lokaðar inni elskan.“Já, hvað var það eiginlega? „Svo þið vissuð hver ætti börnin.“ Já, það er auðvitað þannig. Við erum að leysa gátuna! „Já, lífið er einfalt. Bara músik.“ Me3 er handan horns sem betur ferEn, hvað finnst þér þá um þetta kynjastríð sem nú stendur yfir? „Það hriktir í öllum stoðum þegar nokkur þúsund ára hús er rifið. Þegar ég var lítil vildi pabbi ekki að mamma talaði innan um karlmenn úti í bæ. Samt var hún stúdent með háskólapróf. Hann var gæi úr Önundarfirði, very retró. Síðan ég var lítil vissi ég að ég væri ömurlega kynið sem ætti ekki að tala.Þórunn Jarla segir að næst sé það Me3 og þá verði lögð áhersla á að skilja karlana.visir/vilhelmPrófaðu elskan samlíðan, að vera kona … kynin þurfa fyrst og fremst að skynja og skilja hvert annað. Þau eru svo mörg að maður verður að segja hvert annað. Svo er goggunarröð náttúrunnar sem stéttaskipting leggst ofan á, en samanber Hume, þá er þetta ekkert mál, að gera uppreisn. Samanber Gandhi þarf ekki einu sinni að úthella blóði. En, því miður er allt slíkt orðið of seint því á morgun nær hafið upp í olnboga á Frelsisstyttunni, sem er nota bene, kona.“En finnst þér staða þín hafa breyst síðan þú komst fyrst fram á sjónarsviðið sem rithöfundur? „Nei, ég er alltaf jafn ljót og leiðinleg, en maður verður skárri með aldrinum. Jú, eftir Me2 fékk ég balsam í hjartað. Ekki eins sárt að vera kona lengur. Sjálf hef ég alltaf verið maður, því ég er af þannig fólki komin. Ein af strákunum. En nú kemur Me3 og við förum að hugsa um strákana.“Er langt í þetta Me3 sem þú ert að lofa mér? „Nei, það var að byrja núna, við vorum að búa Me3 til. Faðmur allra er slanga með tvær huggandi hendur.“Bölvuð klípa að vera ekkjaSlanga með huggandi hendur. Eiginmaður Þórunnar var Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur. Hann varð bráðkvaddur á gamlársdag 2014. Hjartaáfall varð honum að aldurtila, langt fyrir aldur fram en hann fæddist 1958. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikið áfall það var. En, nú eru liðin fjögur ár og Þórunn Jarla er komin með reynslu; hvernig er að vera ekkja? Hefur þú eitthvað velt því hlutskipti fyrir þér? „Já. Ég má ekki giftast því þá missi ég ekkjulaun, vinnukonulaunin mín eftir 34 ára þjónustu. Þannig að ég segi við stráka: Ég er til í allt nema brúðkaup. Sem er hinn hrái sannleikur BHM flokks B.En, þar sem ég er sunnudagaskólastúlka sef ég ekki hjá nema gifta mig. Þetta er ekkert gaman, svona fögur og skemmtileg sem ég er.“ Já, þetta er klemma. „Já, lús milli tveggja nagla, bölvuð klípa og segðu þessum BHM-ingum að skammast sín að kvelja ekkjur og ekkla svo. Þetta er brandari. Hugmyndasaga andskotans afturgengin í reglugerðum BHM.“Þórunn Jarla segist ekki lengur hafa áhyggjur af þessu kynjastríði enda stendur önnur og öllu meiri vá fyrir dyrum.visir/vilhelmEn, er kerfið ekki svolítið þannig, við þjónum því en ekki öfugt; eins og veru utan úr geimi með ótrúlega þróaðan varnarmekkanisma. Allt verður henni að vopni? „Já, nú verðum við múgseyminginn að rífa oss upp á rassgatinu og laga það sem lagast vill. Í nafni Skúla og David Hume.“Kvikasilfraður refur og súr kóralrifEftir að hafa verið að rótast í tímum endurreisnarinnar, þeim félögum, hvernig lítur nútíminn út frá þeim sjónarhóli? „Ég er voða lítið hér ... verst að geta ekki spurt Eggert. Ég var búin að segja það, beibí krútt. Dýrategundir og jurtir eru að deyja. Neðansjávarkóralrif Íslands að hverfa sem nemur einum metra á ári vegna súrleika. Þetta er ekkert fokkandi djók. Þegar þú ert búinn að biðja Gallhopp að spyrja þjóðina hvað hún vilji gera við hjarta Reykjavíkur máttu spyrja hversu eitraður Faxaflói sé orðinn.“Erum við að tortíma okkur? „Refur í fjöllum er ekki eins kvikasilfraður né plastaður sem refur í fjörum. Gáfaðasta blíðasta heimskasta og grimmasta dýr jarðar. Það sem ég skil ekki, og nú skamma ég þig, hvað þurfum við marga blaðamenn og fréttamenn og háskólakennara og þingmenn og presta og biskupa áður en við finnum til með jörðinni og öllu sem lifir. Jesús er svo úreltur. Elska skaltu allt sem lifir sem sjálfan þig. Og jafnvel steinana líka, það sagði Þórbergur, steinarnir tala.“ Já, kannski tilgangslaust að standa í þessu? „Ég bara drekk mig í hel. Strax í dag. En ég þarf að mæta á húsfund núna. Þar til næst. Bæ.“
Bókmenntir Höfundatal Tengdar fréttir Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna. 26. október 2018 09:00 Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður. 28. október 2018 09:00 Hefur ekki séð nein dollaramerki í auga útgefandans Þegar Ófeigur Sigurðsson var að skrifa Öræfi taldi hann sig búinn sem rithöfund. Bókin sú breytti lífi hans enda naut hún fádæma velgengni. 4. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna. 26. október 2018 09:00
Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður. 28. október 2018 09:00
Hefur ekki séð nein dollaramerki í auga útgefandans Þegar Ófeigur Sigurðsson var að skrifa Öræfi taldi hann sig búinn sem rithöfund. Bókin sú breytti lífi hans enda naut hún fádæma velgengni. 4. nóvember 2018 07:00