Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2018 16:00 Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Vísir/Getty Gengi krónunnar hefur vart haggast þrátt fyrir að stórar fréttir hafi borist úr viðskiptalífinu undanfarna daga. Á föstudag tilkynnti Seðlabankinn að hann hefði ákveðið að slaka á innflæðishöftum, á mánudag bárust svo fréttir af kaupum Icelandair á WOW Air og í gær ákvað Seðlabankinn að hækka vexti bankans. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur gengi krónunnar haldist stöðugt eftir miklar sveiflur í októbermánuði. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að flæðið og kraftarnir sem virka á gjaldeyrismarkaði virðast ekki svo ýkja næmir fyrir jákvæðum fréttum. „Mildun innflæðishafta og sameining WOW og Icelandair ættu að vera fréttir sem hafa jákvæð áhrif á stemninguna á markaði. Krónan hefur hins vegar verið mjög stöðug þessa vikuna. Það má kallað það einhverskonar árangur. Hún virðist vera býsna ónæmi fyrir fréttaflæði sem hefur að mörgu leyti verið jákvæð,“ segir Jón Bjarki.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirTónn Seðlabankamanna mildaði viðbrögðin Vaxtahækkun Seðlabankans var óvænt að margra mati en á móti kemur var tónn Seðlabankamanna ekki harður þegar ákvörðunin var rökstudd nánar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði til að mynda að með þessari ákvörðun væri Seðlabankinn kominn í hlutlausan gír gagnvart markaðinum. „Það væntanlega hefur haft mildandi áhrif á viðbrögð vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Jón Bjarki. Hann segir að enn eigi áhrifin á mildun innflæðishafta eftir að koma í ljós. Um er að ræða breytingar á bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Talið er að þessi ákvörðun eigi að geta leitt til styrkingar á gengi íslensku krónunnar vegna mikillar eftirspurnar erlendra aðila. „Það mun taka lengri tíma að bíða eftir viðbrögðum erlendra aðila. Ef áhugi þeirra eykst raunverulega tekur það einhverjar vikur eða lengur að skila sér í fjárfestingum inn í markaðinn,“ segir Jón Bjarki.Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmÍ grennd við jafnvægisgengi Hann segist taka undir mat Seðlabankans að núverandi gengi krónunnar sé í grennd við eðlilegt jafnvægisgengi. „Jákvæðar fréttir eru því ekki endilega til þess fallnar að skila einhverri mikilli styrkingu. Fyrst og fremst róa þær markað sem er búinn að vera órólegur og kvikur og við höfum vissulega séð merki um það. Það þarf samt greinilega meira til að snúa flæðinu á þann veg að menn fara að selja gjaldeyri í stórum stíl.“ Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Jón Bjarki segir sameiningu Icelandair og WOW Air hafa dregið úr áhyggjum manna á skelli á framboði, sem hefði geta leitt til tímabundinnar fækkunar á ferðamönnum yfir vetrarmánuðinn.Síðan á föstudaginn: Risastór sameining tveggja af stærstu útflutningsfyrirtækjum landsins, breyting á innflæðishöftum, svolítið óvænt vaxtahækkun, hiti á vinnumarkaði o.s.frv.Krónan? Hefur haggast jafn mikið og Mt. Everest í millitíðinni.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 7, 2018 Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Gengi krónunnar hefur vart haggast þrátt fyrir að stórar fréttir hafi borist úr viðskiptalífinu undanfarna daga. Á föstudag tilkynnti Seðlabankinn að hann hefði ákveðið að slaka á innflæðishöftum, á mánudag bárust svo fréttir af kaupum Icelandair á WOW Air og í gær ákvað Seðlabankinn að hækka vexti bankans. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur gengi krónunnar haldist stöðugt eftir miklar sveiflur í októbermánuði. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að flæðið og kraftarnir sem virka á gjaldeyrismarkaði virðast ekki svo ýkja næmir fyrir jákvæðum fréttum. „Mildun innflæðishafta og sameining WOW og Icelandair ættu að vera fréttir sem hafa jákvæð áhrif á stemninguna á markaði. Krónan hefur hins vegar verið mjög stöðug þessa vikuna. Það má kallað það einhverskonar árangur. Hún virðist vera býsna ónæmi fyrir fréttaflæði sem hefur að mörgu leyti verið jákvæð,“ segir Jón Bjarki.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirTónn Seðlabankamanna mildaði viðbrögðin Vaxtahækkun Seðlabankans var óvænt að margra mati en á móti kemur var tónn Seðlabankamanna ekki harður þegar ákvörðunin var rökstudd nánar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði til að mynda að með þessari ákvörðun væri Seðlabankinn kominn í hlutlausan gír gagnvart markaðinum. „Það væntanlega hefur haft mildandi áhrif á viðbrögð vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Jón Bjarki. Hann segir að enn eigi áhrifin á mildun innflæðishafta eftir að koma í ljós. Um er að ræða breytingar á bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Talið er að þessi ákvörðun eigi að geta leitt til styrkingar á gengi íslensku krónunnar vegna mikillar eftirspurnar erlendra aðila. „Það mun taka lengri tíma að bíða eftir viðbrögðum erlendra aðila. Ef áhugi þeirra eykst raunverulega tekur það einhverjar vikur eða lengur að skila sér í fjárfestingum inn í markaðinn,“ segir Jón Bjarki.Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmÍ grennd við jafnvægisgengi Hann segist taka undir mat Seðlabankans að núverandi gengi krónunnar sé í grennd við eðlilegt jafnvægisgengi. „Jákvæðar fréttir eru því ekki endilega til þess fallnar að skila einhverri mikilli styrkingu. Fyrst og fremst róa þær markað sem er búinn að vera órólegur og kvikur og við höfum vissulega séð merki um það. Það þarf samt greinilega meira til að snúa flæðinu á þann veg að menn fara að selja gjaldeyri í stórum stíl.“ Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Jón Bjarki segir sameiningu Icelandair og WOW Air hafa dregið úr áhyggjum manna á skelli á framboði, sem hefði geta leitt til tímabundinnar fækkunar á ferðamönnum yfir vetrarmánuðinn.Síðan á föstudaginn: Risastór sameining tveggja af stærstu útflutningsfyrirtækjum landsins, breyting á innflæðishöftum, svolítið óvænt vaxtahækkun, hiti á vinnumarkaði o.s.frv.Krónan? Hefur haggast jafn mikið og Mt. Everest í millitíðinni.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 7, 2018
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26