Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:00 Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira