Erlent

Munu ekki geta sótt um hæli í Bandaríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AP/Evan Vucci
Fólk sem kemur ólöglega yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna mun héðan í frá ekki geta sótt um hæli í Bandaríkjunum.

Þetta tilkynnti nýskipaður dómsmálaráðherra ásamt kollega sínum í heimavarnaráðuneytinu í gærkvöldi.

Í yfirlýsingu segir að forsetinn hafi það á valdi sínu að stöðva fólksflutninga yfir landamærin ef það er í þágu þjóðarinnar.

Þetta hefur nú verið gert og því verði engar slíkar hælisumsóknir teknar fyrir héðan í frá.

Samkvæmt bandarískum lögum hafa þeir sem flýja ofbeldi í heimalandi sínu átt lagalegan rétt til að fá hælisumsókn í Bandaríkjunum tekna fyrir. Samkvæmt alþjóðalögum er slíkt fólk kallað flóttamenn.

Mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa brugðist ókvæða við og segja nýju reglurnar vera lögbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×