Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 11:30 Þorgerður Anna Atladóttir og Ásgeir Jónsson voru sérfræðingar í uppgjörsþætti fyrstu sjö umferðar Olís-deildar kvenna. vísir Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30