Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 10:02 Myndin var tekin í afgreiðslu Spalar þegar veglykli var skilað á dögunum og allt gekk samkvæmt áætlun. Spölur Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05