Innlent

Fjordvik komið til Keflavíkur

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mynd tekin af Guðmundi St. Valdimarssyni, bátsmanni á Tý, þegar Fjordvik var dregið af strandstað. Týr fylgdi skipinum sem og tveir léttbátar frá varðskipinu sem voru til taks.
Mynd tekin af Guðmundi St. Valdimarssyni, bátsmanni á Tý, þegar Fjordvik var dregið af strandstað. Týr fylgdi skipinum sem og tveir léttbátar frá varðskipinu sem voru til taks. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn.

Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri.

Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. 

Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. 

Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir.


Tengdar fréttir

Fjordvik laust af strandstað

Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×