Innlent

Börnin í Vík bræddu sveitarstjórnina með bréfi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bréfið frá börnum í Vík sem þau sendu sveitarstjórninni með mynd af Ærslabelg.
Bréfið frá börnum í Vík sem þau sendu sveitarstjórninni með mynd af Ærslabelg. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Börn í Mýrdalshreppi náðu að bræða sveitarstjórn með því að senda bréf með undirskriftum sínum þar sem þau óska eftir því að sveitarfélagið kaupi Ærslabelg sem verður settur niður á svonefndum Guðlaugsbletti í Vík.

 

Sveitarstjórn fagnaði bréfinu á síðasta fundi sínum og samþykkti að jafna öll veitt framlög til söfnunar á Ærslabelg, allt að einni milljón króna og kosta uppsetningu hans.

 

 

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps sem er ánægð með það frumkvæði sem börnin sýndu með bréfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
„Það var það eitt af mínum fyrstu verkum hér í Vík að taka á móti hópi barna sem komu með þetta skemmtilega bréf. Frábært framtak hjá þeim, sem við ætlum að koma til móts við, en vildum jafnframt láta þau eiga svolítið í honum líka og þess vegna hvetja þau til að leggja hendur á plóg fyrri söfnun á belgnum“, segir Þorbjörg Gísladóttir, nýráðin sveitarstjóri Mýrdalshrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×