Mikil eftirspurn eftir fótaaðgerðafræðingum Keilir kynnir 31. október 2018 13:00 Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili tekur eitt og hálft ár. Vendinám gerir fleirum kleift að stunda námið og koma nemendur alls staðar að af landinu. Keilir „Fótaaðgerðafræði er löggild grein sem tilheyrir heilbrigðisgeiranum. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau. Við horfum einnig á líkamsstöðu og gefum leiðbeiningar þar um,“ segir Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri fótaaðgerðafræði Keilis, en nám í faginu hófst hjá Keili í febrúar árið 2017. Sjúkdómafræði og sýklafræði eru mikilvægur hluti námsins en fótaaðgerðafræðingur þarf að taka tillit til ýmissa sjúkdóma við meðhöndlun og hvernig þeir hafa ólík áhrif á einstaklinga. „Fótaaðgerðafræðingar vinna einnig með innlegg en horfa í aðra þætti en stoðtækjasmiðir. Við gerum til dæmis hlífar út frá núningi sem kominn er á tær, líkþorn á tábergi og gerum sílikonhlífar á milli ef komin er hamartá og í fleiri tilfellum. Þeir einstaklingar sem leita til okkar eru á öllum aldri, börn og fullorðið fólk. Þá leita sykursjúkir mikið til fótaaðgerðafræðinga,“ segir Jóhanna. „Fótaaðgerðafræðingar læra mjög margt um sjúkdóma og ef grunur vaknar um að eitthvað sé að þá sendum við sjúkling oft áfram til sérfræðinga.“Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri fótaaðgerðafræði Keilis.KeilirFótaaðgerðafræði ruglað saman við fótsnyrtinguFótaaðgerðafræðingar þurfa að sækja um starfsleyfi til Landlæknisembættisins og gilda strangar reglur um fótaaðgerðastofur og annast heilbrigðiseftirlit úttekt á þeim. Þá halda fótaaðgerðafræðingar sjúkraskrár og þurfa að hafa sjúklingatryggingu til að starfsleyfið sé gilt. Jóhanna segir að fótaaðgerðafræði sé allt of oft ruglað saman við fótsnyrtingu. Fótaaðgerðafræði hafi verið löggild starfsgrein frá árinu 1992. „Margir af okkar nemendum hafa því gjarnan einhverskonar bakgrunn í heilbrigðisgeiranum. Fagfólk sinnir kennslu hjá okkur og þar má nefna hjúkrunarfræðing og sjúkraþjálfara og þá er aðalkennarinn, Scott Gribbon, BS í fótaaðgerðafræði,“ segir Jóhanna.Eins og hálfs árs vendinámKennsla í fótaaðgerðafræði hófst sem fyrr segir hjá Keili í febrúar 2017. Námið tekur eitt og hálft ár og eru áfangarnir kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum. Verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri fótaaðgerðafræði Keilis segir fyrirkomulagið, svokallað vendinám, gera fleirum kleift að stunda námið og nemendur komi alls staðar að af landinu. „Vendinám byggist á því að sem mest af kennsluefninu er aðgengilegt á netinu, fyrirlestrar og myndbönd af verklegum tímum. Nemendur hafa því kynnt sér efnið fyrir kennslulotur. Með þessu fyrirkomulagi viljum við meðal annars höfða til landsbyggðarinnar,“ útskýrir Jóhanna.Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau. Fótaaðgerðafræði er löggild grein í heilbrigðisgeiranum og gefur landlæknir út starfsleyfi fótaaðgerðafræðinga.Vöntun á fótaaðgerðafræðingumJóhanna segir vöntun á fótaaðgerðafræðingum í íslenskt heilbrigðiskerfi. Fimmtán nemendur stunda nú nám í faginu hjá Keili en fyrsti hópur fótaaðgerðafræðinga var útskrifaður í júní. „Þær sem útskrifuðust frá okkur í sumar gátu valið úr störfum. Ég segi „þær“ því enn sem komið er hafa engir karlmenn sótt nám í fótaaðgerðafræðinni,“ segir Jóhanna og hvetur karlmenn til þess að skoða þennan valmöguleika. „Það vantar fólk. Samfélagið er að vakna til vitundar um að það þarf að hugsa betur um fæturna. Umsóknarferlið fyrir næsta kennsluár er hafið en umsóknarfresturinn rennur út þann 3. desember. Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband við okkur. Við getum einnig ráðlagt fólki ef það þarf að bæta við sig greinum til þess að byggja upp grunninn fyrir nám í fótaaðgerðafræði,“ segir Jóhanna.Scott Gribbon, BS í fótaaðgerðafræði og yfirkennari við deildina hjá Keili segir mikla möguleika liggja í faginu hér á landi.Ólíkur bakgrunnur kennara Keilis skilar fjölbreyttari kennsluScott Gribbon, BS í fótaaðgerðafræði og yfirkennari við deildina hjá Keili kemur frá Skotlandi. Í Bretlandi er fótaaðgerðafræði kennd á háskólastigi og að baki hennar sama fjögurra ára grunnnám og fleiri heilbrigðisstarfsmenn ljúka svo sem, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfara, félagsfræðingar og fleiri. Scott stundaði nám í efnafræði áður en hann lauk BS í fótaaðgerðafræði og eftir að námi lauk sinnti hann íþróttameiðslum á stofu auk kennslu. „Kennarahópurinn í fótaaðgerðafræðinni hjá Keili er frábær og miklir möguleikar í greininni hér á landi,“ segir Scott. „Sjálfur lærði ég við Glasgow Caledonian University. Starf mitt í faginu í Bretlandi var ólíkt að sumu leyti starfi fótaaðgerðafræðings hér á landi en til dæmis hafa fótaaðgerðafræðingar þar réttindi til þess að framkvæma staðdeyfingu, naglaskurðaðgerðir og hafa heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum til sjúklinga,“ útskýrir Scott.Hvetur stráka til að sækja umEins og er er Scott eini karlmaðurinn í fótaaðgerðafræðinni hjá Keili. Hann segir það einnig ólíkt því sem hann átti að venjast í Bretlandi. „Þar voru að minnsta kosti 25 % nemenda karlkyns og að öllum líkindum álíka hátt hlutfall af starfandi karlkyns fótaaðgerðafræðingum. Ég hef velt því fyrir mér af hverju karlmenn sækja ekki í þetta fag hér á Íslandi, hvort misskilningur á starfsgreininni geti verið ástæðan. Námið er nýtt í Keili og fagið kennt öðruvísi en hefur verið gert. Ég sé mikla möguleika í greininni og það er sannarlega hægt að byggja upp starfsferil,“ segir Scott.Hvað segja nemendur um námið hjá Keili?Nýtur hverra mínútuFreydís Antonsdóttir lýkur námi í fótaaðgerðafræði frá Keili í janúar. Hún segir þá ákvörðun að drífa sig í námið eina þá bestu sem hún hefur tekið."Þetta er ofboðslega skemmtilegt", segir Freydís Antonsdóttir, nemandi í fótaaðgerðafræði við Keili.Keilir„Þetta hafði lengi blundað í mér. Ég er orðin 45 ára og hafði tekið eitt og eitt heilbrigðisfag í skóla gegnum árin. Þegar Keilir fór af stað með nám í fótaaðgerðafræði var ég nýbyrjuð í starfi sem ritari í Orkuhúsinu og hafði í raun saltað þennan draum. Ég lét loks verða af því að sækja um og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Þetta er ofboðslega skemmtilegt,“ segir Freydís. Námið hafi komið henni á óvart. „Ég held að margir átti sig ekki á því hvað felst í starfi fótaaðgerðafræðings. Sjálf vissi ég um hvað starfið snýst en samt kom mér á óvart hvað námið er margþætt og yfirgripsmikið. Við þurfum meðal annars að hafa allt á hreinu varðandi hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki. Farið er ýtarlega yfir meðhöndlun sára, skammtíma innlegg og aðstoð við fætur sem þarfnast stuðnings og leiðréttingar,“ segir Freydís. Þá sé fyrirkomulag kennslunnar hentugt og þægilegt að kennsluefnið sé aðgengilegt á netinu. „Það kemur sér afar vel að geta kynnt sér efnið á netinu fyrir loturnar á mínum eigin tíma. Þetta er gríðarlegt magn af efni og auðvitað þar ég að vera skipulögð. En það er gaman að læra og kennararnir eru yndislegir. Það eru forréttindi að fá að nema af þeim. Sem dæmi kemur Scott Gribbon með aðrar áherslur en áður hafa verið kenndar í þessu fagi hér á landi og við sem lærum hjá honum komum til með að búa að því.“Getur stjórnað vinnutímanumSigríður Lovísa Sigurðardóttir útskrifaðist með fyrstu nemendum skólans í byrjun árs og gerði sér lítið fyrir og dúxaði.Sigríður Lovísa segir vendinámið afar hentugt þeim sem setjast aftur á skólabekk eftir hlé.„Ég hugsa menntun mín sem hjúkrunarfræðingur hafi eitthvað haft með það að gera að mér gekk vel í þessu námi en við þurftum samt alveg að hafa fyrir þessu. Við vorum duglegar að sitja við lærdóminn og grúska í öllum verkefnum og prófum sem voru lögð fyrir okkur,“ segir Sigríður Lovísa. Hún hafði eins og Freydís, lengi ætlað sér að læra fótaaðgerðafræði og dreif í því þegar námið bauðst hjá Keili. „Ég vildi finna mér starfsvettvang þar sem ég gæti stjórnað mínum vinnutíma sjálf. Ég hafði þann bakgrunn sem þurfti til að hefja námið en ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur til fjölda ára. Eftir útskrift hóf ég síðan störf sem fótaaðgerðafræðingur á snyrtistofunni Heilsa og fegurð, í Turninum á Smáratorgi og tel að námið hjá Keili hafi undirbúið mig nokkuð vel,“ segir Sigríður Lovísa. Hún hafi einnig strax gengið í félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga, þangað sem hún sæki enn frekari fróðleik. „Einn af kennurunum í skólanum og þróunarstjóri námsins, Jóhanna Björk, er mikill talsmaður fyrir því að fótaaðgerðafræðingar tilheyri því félagi og er ég henni hjartanlega sammála. Í félaginu eru miklir reynsluboltar sem hægt er að læra meira af.“ Sigríður Lovísa er ánægð með námið. Kennararnir leggi mikinn metnað í kennsluna og fyrirkomulagið hafi hentað henni vel. „Fótaaðgerðarfræðin og kennslan sem henni fylgdi kom mér skemmtilega á óvart. Einnig var allt efnið sem var verið að kenna okkur mjög fróðlegt og fjölbreytt. Þá er vendinámið einstaklega þægilegt fyrirkomulag, sérstaklega fyrir fólk sem fer í nám eftir langa pásu.“ Sjá nánar um nám í fótaaðgerðafræði á heimasíðu Keilis, www.keilir.netÞessi kynning er unnin í samstarfi við Keili Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira
„Fótaaðgerðafræði er löggild grein sem tilheyrir heilbrigðisgeiranum. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau. Við horfum einnig á líkamsstöðu og gefum leiðbeiningar þar um,“ segir Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri fótaaðgerðafræði Keilis, en nám í faginu hófst hjá Keili í febrúar árið 2017. Sjúkdómafræði og sýklafræði eru mikilvægur hluti námsins en fótaaðgerðafræðingur þarf að taka tillit til ýmissa sjúkdóma við meðhöndlun og hvernig þeir hafa ólík áhrif á einstaklinga. „Fótaaðgerðafræðingar vinna einnig með innlegg en horfa í aðra þætti en stoðtækjasmiðir. Við gerum til dæmis hlífar út frá núningi sem kominn er á tær, líkþorn á tábergi og gerum sílikonhlífar á milli ef komin er hamartá og í fleiri tilfellum. Þeir einstaklingar sem leita til okkar eru á öllum aldri, börn og fullorðið fólk. Þá leita sykursjúkir mikið til fótaaðgerðafræðinga,“ segir Jóhanna. „Fótaaðgerðafræðingar læra mjög margt um sjúkdóma og ef grunur vaknar um að eitthvað sé að þá sendum við sjúkling oft áfram til sérfræðinga.“Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri fótaaðgerðafræði Keilis.KeilirFótaaðgerðafræði ruglað saman við fótsnyrtinguFótaaðgerðafræðingar þurfa að sækja um starfsleyfi til Landlæknisembættisins og gilda strangar reglur um fótaaðgerðastofur og annast heilbrigðiseftirlit úttekt á þeim. Þá halda fótaaðgerðafræðingar sjúkraskrár og þurfa að hafa sjúklingatryggingu til að starfsleyfið sé gilt. Jóhanna segir að fótaaðgerðafræði sé allt of oft ruglað saman við fótsnyrtingu. Fótaaðgerðafræði hafi verið löggild starfsgrein frá árinu 1992. „Margir af okkar nemendum hafa því gjarnan einhverskonar bakgrunn í heilbrigðisgeiranum. Fagfólk sinnir kennslu hjá okkur og þar má nefna hjúkrunarfræðing og sjúkraþjálfara og þá er aðalkennarinn, Scott Gribbon, BS í fótaaðgerðafræði,“ segir Jóhanna.Eins og hálfs árs vendinámKennsla í fótaaðgerðafræði hófst sem fyrr segir hjá Keili í febrúar 2017. Námið tekur eitt og hálft ár og eru áfangarnir kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum. Verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, þróunarstjóri fótaaðgerðafræði Keilis segir fyrirkomulagið, svokallað vendinám, gera fleirum kleift að stunda námið og nemendur komi alls staðar að af landinu. „Vendinám byggist á því að sem mest af kennsluefninu er aðgengilegt á netinu, fyrirlestrar og myndbönd af verklegum tímum. Nemendur hafa því kynnt sér efnið fyrir kennslulotur. Með þessu fyrirkomulagi viljum við meðal annars höfða til landsbyggðarinnar,“ útskýrir Jóhanna.Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau. Fótaaðgerðafræði er löggild grein í heilbrigðisgeiranum og gefur landlæknir út starfsleyfi fótaaðgerðafræðinga.Vöntun á fótaaðgerðafræðingumJóhanna segir vöntun á fótaaðgerðafræðingum í íslenskt heilbrigðiskerfi. Fimmtán nemendur stunda nú nám í faginu hjá Keili en fyrsti hópur fótaaðgerðafræðinga var útskrifaður í júní. „Þær sem útskrifuðust frá okkur í sumar gátu valið úr störfum. Ég segi „þær“ því enn sem komið er hafa engir karlmenn sótt nám í fótaaðgerðafræðinni,“ segir Jóhanna og hvetur karlmenn til þess að skoða þennan valmöguleika. „Það vantar fólk. Samfélagið er að vakna til vitundar um að það þarf að hugsa betur um fæturna. Umsóknarferlið fyrir næsta kennsluár er hafið en umsóknarfresturinn rennur út þann 3. desember. Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband við okkur. Við getum einnig ráðlagt fólki ef það þarf að bæta við sig greinum til þess að byggja upp grunninn fyrir nám í fótaaðgerðafræði,“ segir Jóhanna.Scott Gribbon, BS í fótaaðgerðafræði og yfirkennari við deildina hjá Keili segir mikla möguleika liggja í faginu hér á landi.Ólíkur bakgrunnur kennara Keilis skilar fjölbreyttari kennsluScott Gribbon, BS í fótaaðgerðafræði og yfirkennari við deildina hjá Keili kemur frá Skotlandi. Í Bretlandi er fótaaðgerðafræði kennd á háskólastigi og að baki hennar sama fjögurra ára grunnnám og fleiri heilbrigðisstarfsmenn ljúka svo sem, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfara, félagsfræðingar og fleiri. Scott stundaði nám í efnafræði áður en hann lauk BS í fótaaðgerðafræði og eftir að námi lauk sinnti hann íþróttameiðslum á stofu auk kennslu. „Kennarahópurinn í fótaaðgerðafræðinni hjá Keili er frábær og miklir möguleikar í greininni hér á landi,“ segir Scott. „Sjálfur lærði ég við Glasgow Caledonian University. Starf mitt í faginu í Bretlandi var ólíkt að sumu leyti starfi fótaaðgerðafræðings hér á landi en til dæmis hafa fótaaðgerðafræðingar þar réttindi til þess að framkvæma staðdeyfingu, naglaskurðaðgerðir og hafa heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum til sjúklinga,“ útskýrir Scott.Hvetur stráka til að sækja umEins og er er Scott eini karlmaðurinn í fótaaðgerðafræðinni hjá Keili. Hann segir það einnig ólíkt því sem hann átti að venjast í Bretlandi. „Þar voru að minnsta kosti 25 % nemenda karlkyns og að öllum líkindum álíka hátt hlutfall af starfandi karlkyns fótaaðgerðafræðingum. Ég hef velt því fyrir mér af hverju karlmenn sækja ekki í þetta fag hér á Íslandi, hvort misskilningur á starfsgreininni geti verið ástæðan. Námið er nýtt í Keili og fagið kennt öðruvísi en hefur verið gert. Ég sé mikla möguleika í greininni og það er sannarlega hægt að byggja upp starfsferil,“ segir Scott.Hvað segja nemendur um námið hjá Keili?Nýtur hverra mínútuFreydís Antonsdóttir lýkur námi í fótaaðgerðafræði frá Keili í janúar. Hún segir þá ákvörðun að drífa sig í námið eina þá bestu sem hún hefur tekið."Þetta er ofboðslega skemmtilegt", segir Freydís Antonsdóttir, nemandi í fótaaðgerðafræði við Keili.Keilir„Þetta hafði lengi blundað í mér. Ég er orðin 45 ára og hafði tekið eitt og eitt heilbrigðisfag í skóla gegnum árin. Þegar Keilir fór af stað með nám í fótaaðgerðafræði var ég nýbyrjuð í starfi sem ritari í Orkuhúsinu og hafði í raun saltað þennan draum. Ég lét loks verða af því að sækja um og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Þetta er ofboðslega skemmtilegt,“ segir Freydís. Námið hafi komið henni á óvart. „Ég held að margir átti sig ekki á því hvað felst í starfi fótaaðgerðafræðings. Sjálf vissi ég um hvað starfið snýst en samt kom mér á óvart hvað námið er margþætt og yfirgripsmikið. Við þurfum meðal annars að hafa allt á hreinu varðandi hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki. Farið er ýtarlega yfir meðhöndlun sára, skammtíma innlegg og aðstoð við fætur sem þarfnast stuðnings og leiðréttingar,“ segir Freydís. Þá sé fyrirkomulag kennslunnar hentugt og þægilegt að kennsluefnið sé aðgengilegt á netinu. „Það kemur sér afar vel að geta kynnt sér efnið á netinu fyrir loturnar á mínum eigin tíma. Þetta er gríðarlegt magn af efni og auðvitað þar ég að vera skipulögð. En það er gaman að læra og kennararnir eru yndislegir. Það eru forréttindi að fá að nema af þeim. Sem dæmi kemur Scott Gribbon með aðrar áherslur en áður hafa verið kenndar í þessu fagi hér á landi og við sem lærum hjá honum komum til með að búa að því.“Getur stjórnað vinnutímanumSigríður Lovísa Sigurðardóttir útskrifaðist með fyrstu nemendum skólans í byrjun árs og gerði sér lítið fyrir og dúxaði.Sigríður Lovísa segir vendinámið afar hentugt þeim sem setjast aftur á skólabekk eftir hlé.„Ég hugsa menntun mín sem hjúkrunarfræðingur hafi eitthvað haft með það að gera að mér gekk vel í þessu námi en við þurftum samt alveg að hafa fyrir þessu. Við vorum duglegar að sitja við lærdóminn og grúska í öllum verkefnum og prófum sem voru lögð fyrir okkur,“ segir Sigríður Lovísa. Hún hafði eins og Freydís, lengi ætlað sér að læra fótaaðgerðafræði og dreif í því þegar námið bauðst hjá Keili. „Ég vildi finna mér starfsvettvang þar sem ég gæti stjórnað mínum vinnutíma sjálf. Ég hafði þann bakgrunn sem þurfti til að hefja námið en ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur til fjölda ára. Eftir útskrift hóf ég síðan störf sem fótaaðgerðafræðingur á snyrtistofunni Heilsa og fegurð, í Turninum á Smáratorgi og tel að námið hjá Keili hafi undirbúið mig nokkuð vel,“ segir Sigríður Lovísa. Hún hafi einnig strax gengið í félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga, þangað sem hún sæki enn frekari fróðleik. „Einn af kennurunum í skólanum og þróunarstjóri námsins, Jóhanna Björk, er mikill talsmaður fyrir því að fótaaðgerðafræðingar tilheyri því félagi og er ég henni hjartanlega sammála. Í félaginu eru miklir reynsluboltar sem hægt er að læra meira af.“ Sigríður Lovísa er ánægð með námið. Kennararnir leggi mikinn metnað í kennsluna og fyrirkomulagið hafi hentað henni vel. „Fótaaðgerðarfræðin og kennslan sem henni fylgdi kom mér skemmtilega á óvart. Einnig var allt efnið sem var verið að kenna okkur mjög fróðlegt og fjölbreytt. Þá er vendinámið einstaklega þægilegt fyrirkomulag, sérstaklega fyrir fólk sem fer í nám eftir langa pásu.“ Sjá nánar um nám í fótaaðgerðafræði á heimasíðu Keilis, www.keilir.netÞessi kynning er unnin í samstarfi við Keili
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira