Af hverju ekki Ísland? Starri Reynisson skrifar 31. október 2018 17:18 Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun