Rannsóknir ESB utan úr geimi eigi fullt erindi við málefni norðurslóða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. október 2018 20:15 Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“ Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“
Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira