Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 13:18 Alma D. Möller landlæknir. Vísir/Baldur Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í pistli á heimasíðu embættisins. Tilefnið er tilraunaverkefni velferðarráðherra er snýr að sérstakri heilsumóttöku fyrir konur. Hún veltir því upp hvort ekki sé sömuleiðis tilefni fyrir sérstökum úrræðum fyrir karlmenn. Á heilsumóttöku fyrir konur á að sinna sértækum heilbrigðisvandamálum kvenna auk ráðgjafar, þar á meðal til kvenna sem eru í viðkvæmri stöðu. Segir Alma að skilja megi verkefnið þannig að ljósmæður verði lykilaðilar í þessari móttöku en vitað sé að slík starfsemi hefur gefist vel víða erlendis. Alma bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). „Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.“Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.VelferðarráðuneytiðSóknarfæri í tilfærslu starfa Alma segir fjölmargar áskoranir framundan í heilbrigðisþjónustunni og þurfi að bregðast við með víðtækum og fjölbreyttum aðgerðum. „Ein þeirra er að leita sífellt nýrra leiða í veitingu þjónustu og önnur er svokölluð tilfærsla eða útvíkkun starfa (e. task shift) þar sem kraftar og þekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritaðri virðist þetta verkefni snúast um þetta tvennt og er ekkert nema gott um það að segja.“ Hún telur líklegt að sóknarfæri séu í tilfærslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skilvirkni þjónustu. Þar þurfi allar starfsstéttir að hafa opinn hug. „Hins vegar er mikilvægt að víðtæk umræða fari fram við þær starfsstéttir er mál varða hverju sinni. Einungis þannig næst sú sátt sem nauðsynleg er til að verkefni þróist á sem farsælastan hátt, skjólstæðingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vel treystandi til að útfæra þetta verkefni sem augljóslega þarf að verða í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmæðra, heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna.“ Landlæknir telur ekki síður mikilvægt að huga sérstaklega að heilsu karla.Ljósmæður sinna í dag mæðravernd innan heilsugæslunnar en með nýrri móttöku fyrir konur yrði hlutverk þeirra víkkað út.vísir/vilhelmKarlar lifa skemur „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakti nýverið athygli á sértækum heilbrigðisvandamálum karla með birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Þekkt er að karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverður víða um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynjunum.“ Alma segir marga mælikvarða sem lagðir eru á heilsu verri hjá körlum en konum. Þá sé tíðni margra sjúkdóma hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsakir. „Almennt séð reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borða óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegðun, eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og verða oftar fyrir slysum. Þá búa þeir við meiri tilfinningalega einangrun og geðræn vandamál þeirra greinast síður. Auk þess hafa þeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og þvagfærum sem oft eru flókin.“ Þá sé einnig þekkt að karlar leiti síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur og eigi það einnig við um sálfélagslegan stuðning. „Okkur skortir meiri þekkingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig samtímis því sem hugað er að sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til að þróa mótsvarandi þjónustu fyrir karla. Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því og er þessi pistill birtur til umhugsunar.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00 Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49 Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í pistli á heimasíðu embættisins. Tilefnið er tilraunaverkefni velferðarráðherra er snýr að sérstakri heilsumóttöku fyrir konur. Hún veltir því upp hvort ekki sé sömuleiðis tilefni fyrir sérstökum úrræðum fyrir karlmenn. Á heilsumóttöku fyrir konur á að sinna sértækum heilbrigðisvandamálum kvenna auk ráðgjafar, þar á meðal til kvenna sem eru í viðkvæmri stöðu. Segir Alma að skilja megi verkefnið þannig að ljósmæður verði lykilaðilar í þessari móttöku en vitað sé að slík starfsemi hefur gefist vel víða erlendis. Alma bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). „Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.“Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.VelferðarráðuneytiðSóknarfæri í tilfærslu starfa Alma segir fjölmargar áskoranir framundan í heilbrigðisþjónustunni og þurfi að bregðast við með víðtækum og fjölbreyttum aðgerðum. „Ein þeirra er að leita sífellt nýrra leiða í veitingu þjónustu og önnur er svokölluð tilfærsla eða útvíkkun starfa (e. task shift) þar sem kraftar og þekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritaðri virðist þetta verkefni snúast um þetta tvennt og er ekkert nema gott um það að segja.“ Hún telur líklegt að sóknarfæri séu í tilfærslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skilvirkni þjónustu. Þar þurfi allar starfsstéttir að hafa opinn hug. „Hins vegar er mikilvægt að víðtæk umræða fari fram við þær starfsstéttir er mál varða hverju sinni. Einungis þannig næst sú sátt sem nauðsynleg er til að verkefni þróist á sem farsælastan hátt, skjólstæðingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vel treystandi til að útfæra þetta verkefni sem augljóslega þarf að verða í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmæðra, heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna.“ Landlæknir telur ekki síður mikilvægt að huga sérstaklega að heilsu karla.Ljósmæður sinna í dag mæðravernd innan heilsugæslunnar en með nýrri móttöku fyrir konur yrði hlutverk þeirra víkkað út.vísir/vilhelmKarlar lifa skemur „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakti nýverið athygli á sértækum heilbrigðisvandamálum karla með birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Þekkt er að karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverður víða um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynjunum.“ Alma segir marga mælikvarða sem lagðir eru á heilsu verri hjá körlum en konum. Þá sé tíðni margra sjúkdóma hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsakir. „Almennt séð reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borða óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegðun, eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og verða oftar fyrir slysum. Þá búa þeir við meiri tilfinningalega einangrun og geðræn vandamál þeirra greinast síður. Auk þess hafa þeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og þvagfærum sem oft eru flókin.“ Þá sé einnig þekkt að karlar leiti síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur og eigi það einnig við um sálfélagslegan stuðning. „Okkur skortir meiri þekkingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig samtímis því sem hugað er að sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til að þróa mótsvarandi þjónustu fyrir karla. Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því og er þessi pistill birtur til umhugsunar.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00 Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49 Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00
Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49
Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45