Áhættunnar virði? Davíð Þorláksson skrifar 24. október 2018 08:00 Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar