Finnum vonandi sameiginlegan hljóm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Móðurmál nefnist þetta listaverk eftir Lap-See Lam & Wingsee. Það er að hluta vídeóverk. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira