Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30