Innlent

Fleiri snjóflóð af mannavöldum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Grímsvötn.
Grímsvötn. Fréttablaðið/Anton
Snjóflóð af mannavöldum voru tíð veturinn 2017 og 2018 og svo virðist sem þau verði tíðari með hverjum vetrinum. Þetta kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um snjóflóð á Íslandi síðastliðinn vetur.

Alls voru skráð 63 slík snjóflóð. Eitt flóð féll í lok desember og sex í janúar en öll önnur flóð af mannavöldum, eða 56 snjóflóð, féllu á tveggja mánaða tímabili frá fyrstu viku marsmánaðar fram í miðjan maí.

Nokkrir slösuðust í þessum snjóflóðum. Þar á meðal var göngumaður sem slasaðist alvarlegra í snjóflóði við Ísafjörð í maí. Í sama mánuði voru tveir menn hætt komnir vegna ofkælingar eftir að hafa sett af stað snjóflóð í Grímsfjalli á Vatnajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×