Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 11:00 Sigurður Guðjónsson, lektor í viðskiptafræði, segir að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi. Mynd/Sigurður/Fréttablaðið/Stefán Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45