FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í gær en Helga Hlín tók við stjórnarformennsku í VÍS síðasta sumar af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur. Ágreiningurinn sem kom upp innan stjórnar laut ekki að stefnu félagsins eða ákvörðunum sem varða rekstur þess. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um valdabaráttu í stjórn VÍS og á rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður VÍS hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Var því borin upp tillaga þess efnis að Valdimar yrði formaður og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða. Í kjölfarið sögðu þau Jón og Helga Hlín sig úr stjórninni. Valdimar sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihluti stjórnar hafi talið rétt að „stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best.“ Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað svo í dag, eftir úrsagnir þeirra Helgu Hlínar og Jóns úr stjórninni, að taka hæfi sitjandi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Boðaði stofnunin til sín fólk í viðtöl til að afla nánari upplýsinga um þann ágreining sem var til staðar innan stjórnar VÍS. FME metur hæfi stjórnarmanna en í 3. mgr. 41. gr. laga um vátryggingarstarfsemi segir: „Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi forstjóra, stjórnarmanna og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum til sérstakrar skoðunar.“ Þurfa að uppfylla skilyrði um gott orðspor Eitt af þeim hæfisskilyrðum sem stjórnarmenn í vátryggingarfélögum þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum er skilyrði um gott orðspor. Í reglum um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga kemur fram lýsing á því til hvaða atriða beri að líta til við mat á góðu orðspori. Þar segir: „Við mat á góðu orðspori er litið til þess hvort aðili hafi sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni misnota aðstöðu sína eða skaða félagið. Mat á hæfni skal byggt á mati á heiðarleika og fjárhagslegu heilbrigði sem byggist á upplýsingum um hegðun, heilindi, háttsemi og viðskiptasiðferði, þ.m.t. upplýsingar um afbrot, fjárhagsleg og önnur atriði sem skipta máli fyrir matið. Við matið er einnig litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor vátryggingafélags ef opinber væri. Í því sambandi koma m.a. til skoðunar fyrri afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á og hvort fyrri háttsemi hafi gefið tilefni til ávirðinga á hendur aðila.“ Ef það er niðurstaða FME að stjórnarmaður í vátryggingarfélagi uppfylli ekki hæfisskilyrði þarf að skipa nýjan stjórnarmann í hans stað. Skoðunin hefur hins vegar ekki áhrif á stöðu viðkomandi stjórnarmanns á meðan hún fer fram. Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í gær en Helga Hlín tók við stjórnarformennsku í VÍS síðasta sumar af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur. Ágreiningurinn sem kom upp innan stjórnar laut ekki að stefnu félagsins eða ákvörðunum sem varða rekstur þess. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um valdabaráttu í stjórn VÍS og á rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður VÍS hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Var því borin upp tillaga þess efnis að Valdimar yrði formaður og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða. Í kjölfarið sögðu þau Jón og Helga Hlín sig úr stjórninni. Valdimar sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihluti stjórnar hafi talið rétt að „stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best.“ Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað svo í dag, eftir úrsagnir þeirra Helgu Hlínar og Jóns úr stjórninni, að taka hæfi sitjandi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Boðaði stofnunin til sín fólk í viðtöl til að afla nánari upplýsinga um þann ágreining sem var til staðar innan stjórnar VÍS. FME metur hæfi stjórnarmanna en í 3. mgr. 41. gr. laga um vátryggingarstarfsemi segir: „Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi forstjóra, stjórnarmanna og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum til sérstakrar skoðunar.“ Þurfa að uppfylla skilyrði um gott orðspor Eitt af þeim hæfisskilyrðum sem stjórnarmenn í vátryggingarfélögum þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum er skilyrði um gott orðspor. Í reglum um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga kemur fram lýsing á því til hvaða atriða beri að líta til við mat á góðu orðspori. Þar segir: „Við mat á góðu orðspori er litið til þess hvort aðili hafi sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni misnota aðstöðu sína eða skaða félagið. Mat á hæfni skal byggt á mati á heiðarleika og fjárhagslegu heilbrigði sem byggist á upplýsingum um hegðun, heilindi, háttsemi og viðskiptasiðferði, þ.m.t. upplýsingar um afbrot, fjárhagsleg og önnur atriði sem skipta máli fyrir matið. Við matið er einnig litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor vátryggingafélags ef opinber væri. Í því sambandi koma m.a. til skoðunar fyrri afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á og hvort fyrri háttsemi hafi gefið tilefni til ávirðinga á hendur aðila.“ Ef það er niðurstaða FME að stjórnarmaður í vátryggingarfélagi uppfylli ekki hæfisskilyrði þarf að skipa nýjan stjórnarmann í hans stað. Skoðunin hefur hins vegar ekki áhrif á stöðu viðkomandi stjórnarmanns á meðan hún fer fram.
Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15
Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43