Hafnar því að boðskap átakanlegrar auglýsingar sé ekki komið nægilega vel til skila Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2018 14:30 Skjáskot úr nýrri auglýsingu Stígamóta. Skjáskot/Youtube Anna Bentína Hermansen, aðstandandi herferðarinnar #AllirKrakkar sem Stígamót hrintu af stað í gær, segir gagnrýnisraddir í raun túlka auglýsingu herferðarinnar rétt. Anna Bentína vill ekki meina að boðskap auglýsingarinnar sé miðlað á óheppilegan hátt og segir viðbrögð hafa einkennst af mikilli jákvæðni, þó að efnið sé viðkvæmt. Þá fagni Stígamót allri umræðu um málefnið.Hafa áhyggjur af boðskapnum Auglýsingin kom út í gær en hún er hluti af átakinu #AllirKrakkar. Fjallað var um átakið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en með því vilja Stígamót hvetja foreldra til að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þá er einnig markmið með átakinu að vekja athygli á tengingu milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Auglýsinguna má sjá í heild hér að neðan. Fljótlega fór að bera á gagnrýni vegna auglýsingarinnar en mörgum finnst að boðskapnum sé ekki komið nægilega vel til skila. Því var velt upp hvort verið væri að senda þau skilaboð að stúlkur gætu ekki birt það sem þær vildu á Instagram og sambærilegum miðlum, án þess að með því væru þær að bjóða upp á kynferðisofbeldi.Ég skil ekki þessa auglýsingu frá stígamótum. Eigum við að segja stelpunum okkar að hætta að pósta myndum af sér og tjá sig eins og þær vilja á instagram því annars gæti einhver beitt þær kynferðisofbeldi?Er ég úti á túni hérna?— Kratababe93 (@ingabbjarna) October 26, 2018 Mér líður eins og ef ég sýni 13ára stjúpdóttur minni nýju auglýsingu Stígamóta þá sendi ég þau skilaboð að ef hún notar instagram eins og hún gerir þá munu ljótu bekkjarfélagar hennar koma og beita hana ofbeldi. Mig langar ekkert að hún fái þau skilaboð. https://t.co/OYlB2eJGHc— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) October 26, 2018 Þá var einnig sett spurningarmerki við hversu mikilli ábyrgð virðist varpað á foreldra þolenda og gerenda kynferðisofbeldis.Á mjög mjög mjög erfitt með þessa nýju herferð hjá Stígamótum. Er ábyrgðin farin af þolendum nema ef þolandi er ungmenni? Er ábyrgðin á foreldrum þolenda? Af hverju er spurningunni varpað upp sem foreldrar þolenda vs. geranda?— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) October 26, 2018Leika eftir fyrirmyndum á samfélagsmiðlum Anna Bentína Hermansen, ein þeirra sem kom að gerð auglýsingarinnar, hafnar því að auglýsingin sendi slík skilaboð, og segir Stígamót aðeins vilja koma því til skila hvernig fyrirmyndir ungra stúlkna á samfélagsmiðlum hafi áhrif á sjálfsmynd þeirra og –virði.Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum.„Við gerðum þetta einmitt til að fá þetta fram, við erum í raun að sýna að þetta eru helstu fyrirmyndir barnanna okkar, fyrirmyndir sem þau leika eftir. Við erum ekki að segja að þetta sé vont eða slæmt – við erum að segja að svona sé veruleikinn. Það að fólk ákveði síðan að það sé slæmt, segir svolítið mikið,“ segir Anna Bentína. „Það eru einmitt þessi viðhorf sem stelpur fá, að ef að þær birti myndir af sér á Instagram, að þá séu þær á einhvern hátt að gefa þær vísbendingar að þær vilji eitthvað meira, séu druslur. Það er hrikalegt að ásaka börn um slíkt. En þau eru bara að leika eftir þeim fyrirmyndum sem fyrir þeim er haft á öllum þessum miðlum.“ Viðbrögðin að mestu leyti jákvæð Anna Bentína segir að þessi upplifun stúlkna af samfélagsmiðlum leiði oft til þess að þær kenni sjálfum sér um kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Hún vísar því á bug að Stígamótum hafi mistekist að koma réttum boðskap á framfæri. „Mér finnst fólk vera að túlka þetta alveg rétt. Stelpur mega taka eins margar myndir af sér og þær vilja, það er í góðu lagi, og strákar mega horfa á eins mikið klám og þeir vilja ef út í það er farið, en eru þetta fyrirmyndirnar sem við viljum að börnin okkar hafi?“ Anna Bentína tekur þó fram að þær hjá Stígamótum geri sér grein fyrir því að myndbandið sé „triggerandi“, og bætir við að þær hafi einmitt búist við þessari umræðu. Þá taki þær gagnrýni fagnandi. „Flestir eru samt rosalega jákvæðir og við höfum fengið ofboðslega jákvæð viðbrögð við auglýsingunni.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ekki láta klámáhorf afskiptalaust Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. 26. október 2018 20:15 Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. 11. apríl 2018 21:00 Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Anna Bentína Hermansen, aðstandandi herferðarinnar #AllirKrakkar sem Stígamót hrintu af stað í gær, segir gagnrýnisraddir í raun túlka auglýsingu herferðarinnar rétt. Anna Bentína vill ekki meina að boðskap auglýsingarinnar sé miðlað á óheppilegan hátt og segir viðbrögð hafa einkennst af mikilli jákvæðni, þó að efnið sé viðkvæmt. Þá fagni Stígamót allri umræðu um málefnið.Hafa áhyggjur af boðskapnum Auglýsingin kom út í gær en hún er hluti af átakinu #AllirKrakkar. Fjallað var um átakið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en með því vilja Stígamót hvetja foreldra til að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þá er einnig markmið með átakinu að vekja athygli á tengingu milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Auglýsinguna má sjá í heild hér að neðan. Fljótlega fór að bera á gagnrýni vegna auglýsingarinnar en mörgum finnst að boðskapnum sé ekki komið nægilega vel til skila. Því var velt upp hvort verið væri að senda þau skilaboð að stúlkur gætu ekki birt það sem þær vildu á Instagram og sambærilegum miðlum, án þess að með því væru þær að bjóða upp á kynferðisofbeldi.Ég skil ekki þessa auglýsingu frá stígamótum. Eigum við að segja stelpunum okkar að hætta að pósta myndum af sér og tjá sig eins og þær vilja á instagram því annars gæti einhver beitt þær kynferðisofbeldi?Er ég úti á túni hérna?— Kratababe93 (@ingabbjarna) October 26, 2018 Mér líður eins og ef ég sýni 13ára stjúpdóttur minni nýju auglýsingu Stígamóta þá sendi ég þau skilaboð að ef hún notar instagram eins og hún gerir þá munu ljótu bekkjarfélagar hennar koma og beita hana ofbeldi. Mig langar ekkert að hún fái þau skilaboð. https://t.co/OYlB2eJGHc— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) October 26, 2018 Þá var einnig sett spurningarmerki við hversu mikilli ábyrgð virðist varpað á foreldra þolenda og gerenda kynferðisofbeldis.Á mjög mjög mjög erfitt með þessa nýju herferð hjá Stígamótum. Er ábyrgðin farin af þolendum nema ef þolandi er ungmenni? Er ábyrgðin á foreldrum þolenda? Af hverju er spurningunni varpað upp sem foreldrar þolenda vs. geranda?— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) October 26, 2018Leika eftir fyrirmyndum á samfélagsmiðlum Anna Bentína Hermansen, ein þeirra sem kom að gerð auglýsingarinnar, hafnar því að auglýsingin sendi slík skilaboð, og segir Stígamót aðeins vilja koma því til skila hvernig fyrirmyndir ungra stúlkna á samfélagsmiðlum hafi áhrif á sjálfsmynd þeirra og –virði.Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum.„Við gerðum þetta einmitt til að fá þetta fram, við erum í raun að sýna að þetta eru helstu fyrirmyndir barnanna okkar, fyrirmyndir sem þau leika eftir. Við erum ekki að segja að þetta sé vont eða slæmt – við erum að segja að svona sé veruleikinn. Það að fólk ákveði síðan að það sé slæmt, segir svolítið mikið,“ segir Anna Bentína. „Það eru einmitt þessi viðhorf sem stelpur fá, að ef að þær birti myndir af sér á Instagram, að þá séu þær á einhvern hátt að gefa þær vísbendingar að þær vilji eitthvað meira, séu druslur. Það er hrikalegt að ásaka börn um slíkt. En þau eru bara að leika eftir þeim fyrirmyndum sem fyrir þeim er haft á öllum þessum miðlum.“ Viðbrögðin að mestu leyti jákvæð Anna Bentína segir að þessi upplifun stúlkna af samfélagsmiðlum leiði oft til þess að þær kenni sjálfum sér um kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Hún vísar því á bug að Stígamótum hafi mistekist að koma réttum boðskap á framfæri. „Mér finnst fólk vera að túlka þetta alveg rétt. Stelpur mega taka eins margar myndir af sér og þær vilja, það er í góðu lagi, og strákar mega horfa á eins mikið klám og þeir vilja ef út í það er farið, en eru þetta fyrirmyndirnar sem við viljum að börnin okkar hafi?“ Anna Bentína tekur þó fram að þær hjá Stígamótum geri sér grein fyrir því að myndbandið sé „triggerandi“, og bætir við að þær hafi einmitt búist við þessari umræðu. Þá taki þær gagnrýni fagnandi. „Flestir eru samt rosalega jákvæðir og við höfum fengið ofboðslega jákvæð viðbrögð við auglýsingunni.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ekki láta klámáhorf afskiptalaust Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. 26. október 2018 20:15 Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. 11. apríl 2018 21:00 Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ekki láta klámáhorf afskiptalaust Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. 26. október 2018 20:15
Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. 11. apríl 2018 21:00
Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30