„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2018 17:00 Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi. Íslenska krónan Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi.
Íslenska krónan Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira