Leiðtogi Skota segir sjálfstæði einu lausnina við Brexit-vanda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. október 2018 06:30 Sturgeon þótti gefa í skyn að hún væri ekki tilbúin til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu strax. Getty/Duncan McGlynn Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira