Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2018 10:35 AP/Burhan Ozbilici Myndir af fimmtán mönnum sem hefur verið lýst sem sveit launmorðingja hafa verið birtar í fjölmiðlum nátengdum Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Mennirnir eru sagðir vera frá Sádi-Arabíu og eru þeir sakaðir um að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Hann sást síðast á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudaginn í síðustu viku, 2. október. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. Khashoggi er meðal annars blaðamaður og pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Segja hann hafa verið bútaðan niður Tyrkir hafa haldið því fram að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hafi verið bútað niður og flutt á brott. Hann var á ræðisskrifstofunni til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni.Sádar hafa sagt ásakanirnar rugl en hafa ekki fært neinar sannanir fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðisskrifstofuna. Öryggismyndavélar sína að hann gekk þar inn en ekkert hefur sést til hans síðan. Sádar segjast ekkert vita um hvar Khashoggi sé og að þeir hafi áhyggjur af honum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir svörum frá Sádi-Arabíu og jafnvel sagt að hafi þeir myrt Khashoggi gæti það komið niður á vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu.Fimmtán manna sveit send til Istanbúl Tyrknesk sjónvarpsstöð birti í morgun myndir af sendiferðabíl sem sagður er hafa verið notaður til að flytja lík Khashoggi og dagblaðið Sabah birti myndir af áðurnefndum mönnum en samkvæmt AP fréttaveitunni voru myndirnar teknar í vegabréfaeftirliti við komu mannanna til Tyrklands.Washington Post segir mennina hafa komið til Tyrklands um morguninn þegar Khashoggi hvarf og þeir hafi farið aftur seinna sama dag. Enn fremur segir í frétt WP að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi hlerað samskipti á milli embættismanna í Sádi-Arabíu þar sem þeir ræddu áætlun um að koma höndum yfir Khashoggi. Ekki er ljóst hvort að áætlunin snerist um að fangelsa hann eða myrða en mennirnir ræddu að laða hann til Sádi-Arabíu.Hér má sjá myndefni sem Tyrkir hafa opinberað en það tengist áðurnefndum sendiferðabíl og ferðum mannanna fimmtán.Sannfærðir um að Khashoggi hafi ekki yfirgefið húsnæðið Lögreglan í Istanbúl er með öryggismyndavél andspænis ræðisskrifstofu Tyrkja og sömuleiðis hafa rannsakendur skoðað upptökur úr myndavélum sem staðsettar eru fyrir aftan húsnæðið. Þar að auki hafa rannsakendur skoðað upptökur úr fjölda annarra myndavéla á svæðinu. Samkvæmt heimildum WP hefur Khashoggi ekki sést á neinum þeirra. „Það er ljóst að hann gekk ekki þaðan út,“ sagði einn heimildarmaður WP sem þekkir til rannsóknarinnar. Hins vegar eru bílastæði við hlið inngangsins í ræðisskrifstofuna sem eru í skjóli frá myndavélum. Tveimur tímum eftir að Khashoggi gekk þar inn var tveimur bíum ekið á brott. Annar þeirra var sendiferðabíllinn sem rætt var um hér að ofan og var honum ekið að heimili ræðismannsins sem er í um 500 metra fjarlægð frá ræðisskrifstofunni. Þar var bíllinn í um fjórar klukkustundir.Að missa vonina Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, skrifaði grein í Washington Post sem birt var í gærkvöldi. Þar segist hún trúa því að hann sé á lífi og kallar eftir því að yfirvöld Sádi-Arabíu birti upptökur úr öryggismyndavélum ræðisskrifstofunnar. Þar að auki biðlar hún til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hann krefji ríkisstjórn Sádi-Arabíu svara. Hún sagði frá því að hann hefði farið á ræðisskrifstofuna nokkrum dögum áður og sagt að hann óttaðist um öryggi sitt. Hins vegar væri ekki búið að gefa út handtökuskipun gagnvart honum og því fór hann aftur til að sækja áðurnefnd skjöl, svo þau gætu gengið í hjónaband. Hún segir hann hafa farið inn og hún hafi beðið fyrir utan. Eftir þrjár klukkustundir fór hún inn og spurði um Khashoggi. „Ég fékk svar sem jók á ótta minn: Jamal var farinn, sögðu þau, mögulega án þess að ég hefði tekið eftir því,“ skrifar Cengiz. Hún hringdi því í gamlan vin Khashoggi, sem er einnig ráðgjafi Erdogan. Eins og áður segir hefur Cengiz trú á því að Khashoggi sé á lífi, þó vonir hennar dvíni með hverjum deginum sem líður. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Myndir af fimmtán mönnum sem hefur verið lýst sem sveit launmorðingja hafa verið birtar í fjölmiðlum nátengdum Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Mennirnir eru sagðir vera frá Sádi-Arabíu og eru þeir sakaðir um að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Hann sást síðast á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudaginn í síðustu viku, 2. október. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. Khashoggi er meðal annars blaðamaður og pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Segja hann hafa verið bútaðan niður Tyrkir hafa haldið því fram að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hafi verið bútað niður og flutt á brott. Hann var á ræðisskrifstofunni til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni.Sádar hafa sagt ásakanirnar rugl en hafa ekki fært neinar sannanir fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðisskrifstofuna. Öryggismyndavélar sína að hann gekk þar inn en ekkert hefur sést til hans síðan. Sádar segjast ekkert vita um hvar Khashoggi sé og að þeir hafi áhyggjur af honum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir svörum frá Sádi-Arabíu og jafnvel sagt að hafi þeir myrt Khashoggi gæti það komið niður á vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu.Fimmtán manna sveit send til Istanbúl Tyrknesk sjónvarpsstöð birti í morgun myndir af sendiferðabíl sem sagður er hafa verið notaður til að flytja lík Khashoggi og dagblaðið Sabah birti myndir af áðurnefndum mönnum en samkvæmt AP fréttaveitunni voru myndirnar teknar í vegabréfaeftirliti við komu mannanna til Tyrklands.Washington Post segir mennina hafa komið til Tyrklands um morguninn þegar Khashoggi hvarf og þeir hafi farið aftur seinna sama dag. Enn fremur segir í frétt WP að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi hlerað samskipti á milli embættismanna í Sádi-Arabíu þar sem þeir ræddu áætlun um að koma höndum yfir Khashoggi. Ekki er ljóst hvort að áætlunin snerist um að fangelsa hann eða myrða en mennirnir ræddu að laða hann til Sádi-Arabíu.Hér má sjá myndefni sem Tyrkir hafa opinberað en það tengist áðurnefndum sendiferðabíl og ferðum mannanna fimmtán.Sannfærðir um að Khashoggi hafi ekki yfirgefið húsnæðið Lögreglan í Istanbúl er með öryggismyndavél andspænis ræðisskrifstofu Tyrkja og sömuleiðis hafa rannsakendur skoðað upptökur úr myndavélum sem staðsettar eru fyrir aftan húsnæðið. Þar að auki hafa rannsakendur skoðað upptökur úr fjölda annarra myndavéla á svæðinu. Samkvæmt heimildum WP hefur Khashoggi ekki sést á neinum þeirra. „Það er ljóst að hann gekk ekki þaðan út,“ sagði einn heimildarmaður WP sem þekkir til rannsóknarinnar. Hins vegar eru bílastæði við hlið inngangsins í ræðisskrifstofuna sem eru í skjóli frá myndavélum. Tveimur tímum eftir að Khashoggi gekk þar inn var tveimur bíum ekið á brott. Annar þeirra var sendiferðabíllinn sem rætt var um hér að ofan og var honum ekið að heimili ræðismannsins sem er í um 500 metra fjarlægð frá ræðisskrifstofunni. Þar var bíllinn í um fjórar klukkustundir.Að missa vonina Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, skrifaði grein í Washington Post sem birt var í gærkvöldi. Þar segist hún trúa því að hann sé á lífi og kallar eftir því að yfirvöld Sádi-Arabíu birti upptökur úr öryggismyndavélum ræðisskrifstofunnar. Þar að auki biðlar hún til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hann krefji ríkisstjórn Sádi-Arabíu svara. Hún sagði frá því að hann hefði farið á ræðisskrifstofuna nokkrum dögum áður og sagt að hann óttaðist um öryggi sitt. Hins vegar væri ekki búið að gefa út handtökuskipun gagnvart honum og því fór hann aftur til að sækja áðurnefnd skjöl, svo þau gætu gengið í hjónaband. Hún segir hann hafa farið inn og hún hafi beðið fyrir utan. Eftir þrjár klukkustundir fór hún inn og spurði um Khashoggi. „Ég fékk svar sem jók á ótta minn: Jamal var farinn, sögðu þau, mögulega án þess að ég hefði tekið eftir því,“ skrifar Cengiz. Hún hringdi því í gamlan vin Khashoggi, sem er einnig ráðgjafi Erdogan. Eins og áður segir hefur Cengiz trú á því að Khashoggi sé á lífi, þó vonir hennar dvíni með hverjum deginum sem líður.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31
Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54