Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 18:10 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar Dómsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar
Dómsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira