Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2018 13:51 Sindri Þór Stefánsson. Vísir Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira