Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2018 18:48 Heiðveig María telur klárt að Jónas og hans menn rói nú að því öllum árum að koma í veg fyrir framboð hennar, með öllum ráðum. Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, heldur því fram að þeir sem stjórni Sjómannafélagi Íslands, hafi breytt lögum félagsins eftir að hún kynnti framboð sitt. Hún telur jafnframt allt benda til þess að þeir hafi átt við fundagerðarbækur. Hún er afar ósátt svo vægt sé til orða tekið. Heiðveig María hefur verið að undirbúa framboð sitt til formanns hjá Sjómannafélagi Íslands, eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá. Hún telur þar ýmislegt sem færa má til betri vegar en fyrir á fleti er Jónas Garðarsson formaður og hans menn. Nú er komið babb í bátinn. Netsíðu félagsins hefur verið breytt og ný lög kynnt sem koma í veg fyrir að Heiðveig María bjóði sig fram með sinn lista. Kjörgengir eru þeir einir sem hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Það er eins og þetta sé sérstaklega til höfuðs mér. Ég hef aðeins borgað félagsgjöld síðan í júlí eða ágúst í fyrra. Ég tók eftir þessu í vikunni,“ segir Heiðveig María. Hún er ekki kát.Heiðveig María segir að ef þeir sem stjórna Sjómannafélagi Íslands telji að þeir geti bolað sér frá, þá skjátlist þeim illilega.visir/vilhelm„Ég trúi því ekki að ég standi í þessum sporum. Það var búið að vara mig við þessum mönnum, þessari klíku, að þeir myndu einskis svífast til að koma í veg fyrir að nýtt fólk kæmi þarna inn. En, ef þeir halda að þetta brjóti mig niður og verði til þess að ég leggi árar í bát, þá skjátlast þeim illilega.Ég er staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að koma þessum mönnum frá. Þetta er algerlega galið og ég er móðguð. Hvað halda þeir eiginlega að ég sé? Að ég sé svona heimsk? Hvað halda þeir eiginlega að sjómenn séu? Nei, þetta verður ekki á minni vakt,“ en Vísir ræddi við Heiðveigu Maríu hvar hún var stödd úti á ballarhafi, sem kokkur Engey RE 1 og var að hafa til bita ofan í karlana. Óvæntar breytingar á lögum kynntar á heimasíðu Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að meðal þess sem Heiðveig María hefur út á sitjandi stjórn að setja er erfitt aðgengi að upplýsingum. Þannig hefur hún ekki verið virt svars með fyrirspurnir sem snúa að hugsanlegu framboði; árskýrslum og samþykktum félagsins.Ljósmynd úr fundagerðarbók sem Heiðveig fékk að sjá nú í vikunni.Hún rak því upp stór augu í vikunni þegar óvænt voru ný lög kynnt á heimasíðu félagsins. Hún segir að það séu aðferðir til að sjá breytingar á heimasíðum og samkvæmt þeim og skjáskotum sem hún hefur tekið fyrr, komi á daginn að frá því að hún kynnti framboð sitt þá hafa verið gerðar átta breytingar á lögum félagsins. Þær snúa flestar að kjörgengi, hvernig boða skal til félagsfundar og annað slíkt sem snýr að framboði en þyngst á metunum vegur sú breyting að þeir einir megi vera á lista sem hafa greitt í þrjú ár félagsgjöld.Telur að átt hafi verið við fundagerðarbækur Heiðveig María er nú að fara yfir stöðuna með sérfræðingum og lögmanni sínum sem ekki velkist í vafa um að um ólöglegar breytingar sé að ræða, þá samkvæmt lögum félagsins sjálfs. Bæði þurfi að kynna slíkar breytingar félagsmönnum með skilmerkilegum hætti auk þess sem vafi leikur á um réttmæti þeirra. Heiðveig María og lögmaður hennar fengu í vikunni aðgang að fundagerðarbókum, eða ljósmyndum úr þeim en um er að ræða stílabók þar sem búið er að líma útprentuð A4 blöð. Heiðveig og lögmaður hennar, sem Vísir hefur rætt við, telja ýmislegt benda til þess að átt hafi verið við fundagerðirnar en í þeim má sjá að þetta séu lög sem samþykkt voru á aðalfundi fyrir tæpu ári. Til að mynda eru mismunandi fontar eða leturgerðir á því blaði þar sem þessi breyting er tíunduð og öðrum. „Það er alveg klárt að það hefur verið átt við þessar bækur.“Fundagerðarbókin er stílabók þar sem útprentuð A4 blöð hafa verið límd inní stílabók.Heiðveig María áréttar að þegar hún var að hugsa um að gefa kost á sér og leiða lista hefðu margir varað hana við yfirstjórninni, að hún myndi reyna að bregða fyrir sig fæti. Einkum ætti hún passa sig á því að öll formsatriði væri í lagi. Hún hafi því lesið vandlega lögin, eins og þau voru lögð fram á heimasíðunni og kallað eftir gögnum með formlegum hætti, fyrst í maí á þessu ári, sem hún svo ekki fékk aðgang að.Ætlar ekki að láta þetta stoppa sigEn, hvað ætlar hún til bragðs að taka? Ætlar hún að halda sínu striki? „Já, að sjálfsögðu. Ég lít á það svo að framboðið okkar sé löglegt. Þetta eru ólöglegar lagabreytingar. Punktur. Svo kynna þeir, eftir að mitt framboð er komið fram einhverjar klikkaðar tillögur um sameiningu. Sem er ekki sameining heldur stofnun nýs félags,“ segir Heiðveig María og á vart orð í eigu sinni til að lýsa aðförunum. Vísir náði tali af gjaldkera Sjómannafélags Íslands, sem heitir Bergur Þorkelsson. Hann sagðist ekki vilja skattyrðast við Heiðveigu Maríu á opinberum vettvangi. En, benti á að þessar lagabreytingar hafi verið samþykktar á síðasta aðalfundi, sem haldinn var í fyrra milli jóla og nýárs þegar sjómenn voru í landi. Hver sá sem áhuga hefði á störfum félagsins hefði getað mætt á þann fund. Jónas gefur ekki að gefa kost á sér Aðspurður kannast Bergur ekki við einhverjar miklar breytingar á heimasíðunni en hafnar því ekki að slíkar breytingar kunni að hafa verið gerðar. Þá segir hann aðspurður það liggja fyrir að Jónas Garðarsson, núverandi formaður, muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs.Jónas Garðarsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs, en hann mun, samkvæmt lögum félagsins sitja í rúmt ár í viðbót þó kosið verði eftir um þrjá mánuði.frettablaðið/hariOg uppstillinganefndin sé að skoða hvernig uppstillingin verður í næsta stjórnarkjöri sem fram fer á næsta aðalfundi sem verður haldinn í desember.Bergur segir reyndar að næstu stjórnarkosningar séu hálfgerðar málamyndakosningar. Því næsta stjórn sem kosin verður taki í raun aldrei við, samkvæmt lögum félagsins. Ekki fyrr en að ári, næsta aðalfundi 2019 og þá verði líklega sameiningahugmyndin orðin að veruleika. Þannig að ekki mun til þess koma. Tillaga þess efnis verður borin undir aðalfundinn komandi.Víðtæk sameining sjómanna „Þessi umræða um sameiningu er ekki ný af nálinni. En þetta er ný nálgun, að stofna nýtt félag sem öll þessi félög ganga inní. Þar verður algerlega ný stjórn, nýir menn við stjórnvölinn. Sjómenn ráða sínum málum en við gamla settið förum að gera eitthvað annað.“ Bergur segir að unnið hafi verið að þeirra sameiningu lengi, löngu áður en til framboðs Heiðveigar Maríu kom. En þar er verið að ræða um sameiningu fimm félaga: Jötunn í Vestmannaeyjum, Sjómannafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Hafnarfjarðar – allt eru þetta hrein fiskimannafélög og Sjómannafélag Íslands en þar eru einnig farmenn, Gæslan, Hafró og ferjumenn. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, heldur því fram að þeir sem stjórni Sjómannafélagi Íslands, hafi breytt lögum félagsins eftir að hún kynnti framboð sitt. Hún telur jafnframt allt benda til þess að þeir hafi átt við fundagerðarbækur. Hún er afar ósátt svo vægt sé til orða tekið. Heiðveig María hefur verið að undirbúa framboð sitt til formanns hjá Sjómannafélagi Íslands, eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá. Hún telur þar ýmislegt sem færa má til betri vegar en fyrir á fleti er Jónas Garðarsson formaður og hans menn. Nú er komið babb í bátinn. Netsíðu félagsins hefur verið breytt og ný lög kynnt sem koma í veg fyrir að Heiðveig María bjóði sig fram með sinn lista. Kjörgengir eru þeir einir sem hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Það er eins og þetta sé sérstaklega til höfuðs mér. Ég hef aðeins borgað félagsgjöld síðan í júlí eða ágúst í fyrra. Ég tók eftir þessu í vikunni,“ segir Heiðveig María. Hún er ekki kát.Heiðveig María segir að ef þeir sem stjórna Sjómannafélagi Íslands telji að þeir geti bolað sér frá, þá skjátlist þeim illilega.visir/vilhelm„Ég trúi því ekki að ég standi í þessum sporum. Það var búið að vara mig við þessum mönnum, þessari klíku, að þeir myndu einskis svífast til að koma í veg fyrir að nýtt fólk kæmi þarna inn. En, ef þeir halda að þetta brjóti mig niður og verði til þess að ég leggi árar í bát, þá skjátlast þeim illilega.Ég er staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að koma þessum mönnum frá. Þetta er algerlega galið og ég er móðguð. Hvað halda þeir eiginlega að ég sé? Að ég sé svona heimsk? Hvað halda þeir eiginlega að sjómenn séu? Nei, þetta verður ekki á minni vakt,“ en Vísir ræddi við Heiðveigu Maríu hvar hún var stödd úti á ballarhafi, sem kokkur Engey RE 1 og var að hafa til bita ofan í karlana. Óvæntar breytingar á lögum kynntar á heimasíðu Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að meðal þess sem Heiðveig María hefur út á sitjandi stjórn að setja er erfitt aðgengi að upplýsingum. Þannig hefur hún ekki verið virt svars með fyrirspurnir sem snúa að hugsanlegu framboði; árskýrslum og samþykktum félagsins.Ljósmynd úr fundagerðarbók sem Heiðveig fékk að sjá nú í vikunni.Hún rak því upp stór augu í vikunni þegar óvænt voru ný lög kynnt á heimasíðu félagsins. Hún segir að það séu aðferðir til að sjá breytingar á heimasíðum og samkvæmt þeim og skjáskotum sem hún hefur tekið fyrr, komi á daginn að frá því að hún kynnti framboð sitt þá hafa verið gerðar átta breytingar á lögum félagsins. Þær snúa flestar að kjörgengi, hvernig boða skal til félagsfundar og annað slíkt sem snýr að framboði en þyngst á metunum vegur sú breyting að þeir einir megi vera á lista sem hafa greitt í þrjú ár félagsgjöld.Telur að átt hafi verið við fundagerðarbækur Heiðveig María er nú að fara yfir stöðuna með sérfræðingum og lögmanni sínum sem ekki velkist í vafa um að um ólöglegar breytingar sé að ræða, þá samkvæmt lögum félagsins sjálfs. Bæði þurfi að kynna slíkar breytingar félagsmönnum með skilmerkilegum hætti auk þess sem vafi leikur á um réttmæti þeirra. Heiðveig María og lögmaður hennar fengu í vikunni aðgang að fundagerðarbókum, eða ljósmyndum úr þeim en um er að ræða stílabók þar sem búið er að líma útprentuð A4 blöð. Heiðveig og lögmaður hennar, sem Vísir hefur rætt við, telja ýmislegt benda til þess að átt hafi verið við fundagerðirnar en í þeim má sjá að þetta séu lög sem samþykkt voru á aðalfundi fyrir tæpu ári. Til að mynda eru mismunandi fontar eða leturgerðir á því blaði þar sem þessi breyting er tíunduð og öðrum. „Það er alveg klárt að það hefur verið átt við þessar bækur.“Fundagerðarbókin er stílabók þar sem útprentuð A4 blöð hafa verið límd inní stílabók.Heiðveig María áréttar að þegar hún var að hugsa um að gefa kost á sér og leiða lista hefðu margir varað hana við yfirstjórninni, að hún myndi reyna að bregða fyrir sig fæti. Einkum ætti hún passa sig á því að öll formsatriði væri í lagi. Hún hafi því lesið vandlega lögin, eins og þau voru lögð fram á heimasíðunni og kallað eftir gögnum með formlegum hætti, fyrst í maí á þessu ári, sem hún svo ekki fékk aðgang að.Ætlar ekki að láta þetta stoppa sigEn, hvað ætlar hún til bragðs að taka? Ætlar hún að halda sínu striki? „Já, að sjálfsögðu. Ég lít á það svo að framboðið okkar sé löglegt. Þetta eru ólöglegar lagabreytingar. Punktur. Svo kynna þeir, eftir að mitt framboð er komið fram einhverjar klikkaðar tillögur um sameiningu. Sem er ekki sameining heldur stofnun nýs félags,“ segir Heiðveig María og á vart orð í eigu sinni til að lýsa aðförunum. Vísir náði tali af gjaldkera Sjómannafélags Íslands, sem heitir Bergur Þorkelsson. Hann sagðist ekki vilja skattyrðast við Heiðveigu Maríu á opinberum vettvangi. En, benti á að þessar lagabreytingar hafi verið samþykktar á síðasta aðalfundi, sem haldinn var í fyrra milli jóla og nýárs þegar sjómenn voru í landi. Hver sá sem áhuga hefði á störfum félagsins hefði getað mætt á þann fund. Jónas gefur ekki að gefa kost á sér Aðspurður kannast Bergur ekki við einhverjar miklar breytingar á heimasíðunni en hafnar því ekki að slíkar breytingar kunni að hafa verið gerðar. Þá segir hann aðspurður það liggja fyrir að Jónas Garðarsson, núverandi formaður, muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs.Jónas Garðarsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs, en hann mun, samkvæmt lögum félagsins sitja í rúmt ár í viðbót þó kosið verði eftir um þrjá mánuði.frettablaðið/hariOg uppstillinganefndin sé að skoða hvernig uppstillingin verður í næsta stjórnarkjöri sem fram fer á næsta aðalfundi sem verður haldinn í desember.Bergur segir reyndar að næstu stjórnarkosningar séu hálfgerðar málamyndakosningar. Því næsta stjórn sem kosin verður taki í raun aldrei við, samkvæmt lögum félagsins. Ekki fyrr en að ári, næsta aðalfundi 2019 og þá verði líklega sameiningahugmyndin orðin að veruleika. Þannig að ekki mun til þess koma. Tillaga þess efnis verður borin undir aðalfundinn komandi.Víðtæk sameining sjómanna „Þessi umræða um sameiningu er ekki ný af nálinni. En þetta er ný nálgun, að stofna nýtt félag sem öll þessi félög ganga inní. Þar verður algerlega ný stjórn, nýir menn við stjórnvölinn. Sjómenn ráða sínum málum en við gamla settið förum að gera eitthvað annað.“ Bergur segir að unnið hafi verið að þeirra sameiningu lengi, löngu áður en til framboðs Heiðveigar Maríu kom. En þar er verið að ræða um sameiningu fimm félaga: Jötunn í Vestmannaeyjum, Sjómannafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Hafnarfjarðar – allt eru þetta hrein fiskimannafélög og Sjómannafélag Íslands en þar eru einnig farmenn, Gæslan, Hafró og ferjumenn.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“