Erlent

Uppvakningurinn Leslie kraftmesta óveður Portúgal frá 1842

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Praia do Tamariz fyrr í dag.
Frá Praia do Tamariz fyrr í dag. Getty/Horacio Villalobos
Fellibylurinn Leslie gæti mögulega verið kraftmesta óveðrið sem nær landi í Portúgal frá árinu 1842. Leslie herjar nú á strandlengju landsins og hefur íbúum verið gert að halda sér heima. Mikil rigning fylgir Leslie og rúmlega 30 metra vindhraði.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur sjórinn náð upp á land víða. Yfirmaður almannavarna Portúgal varaði við því í kvöld að flóðin gætu valdið usla og varaði hann sömuleiðis við því rafmagnsleysi og því að símasamband gæti slitnað.



Leslie hefur verið kölluð uppvakningur þar sem fellibylurinn myndaðist úr lægð sem hefur verið á ráfi um Atlantshafið frá 23. september.

Veðurfræðingar segja skrár sýna að einungis fimm fellibyljir hafi náð til þessa svæðis áður og að Leslie gæti verið kraftmesta óveðrið í Portúgal frá 1842.

Undirbúningur er nú hafinn á Spáni en talið er að Leslie muni ná þangað í fyrramálið. Það er þó óljóst enn þar sem önnur lægð í norðri skapar mikla óvissu. Leslie verður að öllum líkindum ekki fellibylur þá, þar sem reiknað er að hún muni missa mikinn kraft yfir Portúgal. Hins vegar hafa almannavarnir Spánar varað við mikilli rigningu sem gæti leitt til skyndiflóða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×