Hrækt og hótað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun