England skellti Spáni Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 20:30 Englendingar fagna marki í kvöld. vísir/getty England gerði sér lítið fyrir og skellti Spánverjum, 3-1, í A-deild Þjóðadeildarinnar er liðin mættust í Sevilla í kvöld. Fyrsta mark Englands kom úr óvæntri átt á sextándu mínútu. Raheem Sterling skoraði þá sitt fyrsta mark í rúm þrjú ár er hann eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Annað markið kom á 30. mínútu. Langur bolti frá Jordan Pickford rataði á Harry Kane sem kom boltanum á Marcus Rashford er hann þrumaði boltanum framhjá David de Gea í markinu. Á þrettándu mínútu síðari hálfleiks minnkuðu heimamenn muninn. Paco Alcacer skallaði fyrirgjöf í netið en þetta var tíunda mark hans í síðustu sex leikjum en hann spilar með Dortmund. Nær komust Spánverjarnir ekki og fyrsti sigur Englendinga í Þjóðadeildinni staðreynd. Spánn er með sex stig eftir þrjá leiki, England með fjögur stig eftir þrjá leiki og Króatía með eitt stig eftir þrjá. Bosnía vann 2-0 sigur á Norður-Írlandi í B-deildinni og í C-deildinni var fjör er Eistland og Ungverjaland gerði 3-3 jafntefli. Lúxemborg skellti svo San Marinó 3-0 í D-deildinni. Þjóðadeild UEFA
England gerði sér lítið fyrir og skellti Spánverjum, 3-1, í A-deild Þjóðadeildarinnar er liðin mættust í Sevilla í kvöld. Fyrsta mark Englands kom úr óvæntri átt á sextándu mínútu. Raheem Sterling skoraði þá sitt fyrsta mark í rúm þrjú ár er hann eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Annað markið kom á 30. mínútu. Langur bolti frá Jordan Pickford rataði á Harry Kane sem kom boltanum á Marcus Rashford er hann þrumaði boltanum framhjá David de Gea í markinu. Á þrettándu mínútu síðari hálfleiks minnkuðu heimamenn muninn. Paco Alcacer skallaði fyrirgjöf í netið en þetta var tíunda mark hans í síðustu sex leikjum en hann spilar með Dortmund. Nær komust Spánverjarnir ekki og fyrsti sigur Englendinga í Þjóðadeildinni staðreynd. Spánn er með sex stig eftir þrjá leiki, England með fjögur stig eftir þrjá leiki og Króatía með eitt stig eftir þrjá. Bosnía vann 2-0 sigur á Norður-Írlandi í B-deildinni og í C-deildinni var fjör er Eistland og Ungverjaland gerði 3-3 jafntefli. Lúxemborg skellti svo San Marinó 3-0 í D-deildinni.