Vinur er sá er til vamms segir Þórarinn Ævarsson skrifar 15. október 2018 15:09 Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ævarsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar