Örlög þýska bílaiðnaðarins gætu orðið þau sömu og þess bandaríska Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 11:53 Herbert Diess, forstjóri VW, sér fram á svarta tíma nú þegar bílaframleiðendur þurfa að gera framleiðslu sína umhverfisvænni. Vísir/EPA Aðeins eru um helmingslíkur á því að þýskir bílaframleiðendur haldi leiðandi stöðu á bílamarkaði nema þeir aðlagi rekstur sinn að nýjum reglum og breyti framleiðsluháttum. Þetta fullyrðir forstjóri Volkswagen sem telur bílaiðnaðinn í Evrópu geta endað á sama hátt og gerðist vestan hafs. Evrópsk stjórnvöld hafa lagt strangari reglur um útblástur bíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni og minnka loftmengun. Sumar borgir og lönd hafa jafnframt lýst því yfir að nýir dísil- og bensínbílar verði bannaðir eftir 2030, þar á meðal Ísland. Bílaframleiðendur hafa kvartað sáran og sagt reglurnar munu skaða bílaiðnaðinn í álfunni og fækka störfum. „Frá sjónarhóli dagsins í dag er líkurnar kannski 50-50 að þýski bílaiðnaðurinn verði enn á meðal þess besta í heiminum eftir tíu ár,“ segir Herbert Diess, forstjóri Volkswagen. Hann telur að þýskar borgir sem reiða sig á bílaiðnaðinn og hafa blómstrað gætu farið sömu leið og bandarískar borgir eins og Detroit þar sem hart hefur verið í ári eftir að framleiðslan fluttist annað. Áætlar Diess að störfum hjá fyrirtækinu muni fækka um 14.000 fyrir 2020 þegar það eykur hlut rafbíla í framleiðslu sinni. Ástæðan fyrir fækkun starfanna í bílaiðnaði er sú að skemmri tíma tekur að framleiða rafbíla en bíla með sprengihreyfli auk þess sem framleiðsla rafhlaðnanna fer fram annars staðar, að því er segir í frétt Reuters. „Okkur er öllum ljóst að kerfisbreytingin mun leiða til færri starfa í bílaiðnaði í Þýskalandi. Spurningin er hversu langan tíma við þurfum til að innleiða þessa kerfisbreytingu?“ segir Diess. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem urðu uppvísir að því að svindla á útblástursprófunum. Bílar sem fyrirtækið framleiddi menguðu þannig meira þegar þeir voru komnir út á götuna en í prófununum. Loftslagsmál Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Aðeins eru um helmingslíkur á því að þýskir bílaframleiðendur haldi leiðandi stöðu á bílamarkaði nema þeir aðlagi rekstur sinn að nýjum reglum og breyti framleiðsluháttum. Þetta fullyrðir forstjóri Volkswagen sem telur bílaiðnaðinn í Evrópu geta endað á sama hátt og gerðist vestan hafs. Evrópsk stjórnvöld hafa lagt strangari reglur um útblástur bíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni og minnka loftmengun. Sumar borgir og lönd hafa jafnframt lýst því yfir að nýir dísil- og bensínbílar verði bannaðir eftir 2030, þar á meðal Ísland. Bílaframleiðendur hafa kvartað sáran og sagt reglurnar munu skaða bílaiðnaðinn í álfunni og fækka störfum. „Frá sjónarhóli dagsins í dag er líkurnar kannski 50-50 að þýski bílaiðnaðurinn verði enn á meðal þess besta í heiminum eftir tíu ár,“ segir Herbert Diess, forstjóri Volkswagen. Hann telur að þýskar borgir sem reiða sig á bílaiðnaðinn og hafa blómstrað gætu farið sömu leið og bandarískar borgir eins og Detroit þar sem hart hefur verið í ári eftir að framleiðslan fluttist annað. Áætlar Diess að störfum hjá fyrirtækinu muni fækka um 14.000 fyrir 2020 þegar það eykur hlut rafbíla í framleiðslu sinni. Ástæðan fyrir fækkun starfanna í bílaiðnaði er sú að skemmri tíma tekur að framleiða rafbíla en bíla með sprengihreyfli auk þess sem framleiðsla rafhlaðnanna fer fram annars staðar, að því er segir í frétt Reuters. „Okkur er öllum ljóst að kerfisbreytingin mun leiða til færri starfa í bílaiðnaði í Þýskalandi. Spurningin er hversu langan tíma við þurfum til að innleiða þessa kerfisbreytingu?“ segir Diess. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem urðu uppvísir að því að svindla á útblástursprófunum. Bílar sem fyrirtækið framleiddi menguðu þannig meira þegar þeir voru komnir út á götuna en í prófununum.
Loftslagsmál Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33