Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á 2500 íslenska notendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 14:55 30 milljónir Facebook-notenda urðu fyrir öryggisbrestinum. Getty/Guillaume Payen Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira