Erlent

Rúmlega þúsund manns enn saknað

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Mexico Beach.
Frá Mexico Beach. AP/Doug Engle
Fellibylurinn Michael olli minnst 26 dauðsföllum í Bandaríkjunum og þar af 16 í Flórída. Rúmlega þúsund manns er enn saknað og á annað hundrað þúsund heimili eru án rafmagns, viku eftir að fellibylurinn náði landi í Flórída. talið er að það gæti tekið einhverjar vikur að koma rafmagni aftur á að fullu.

Samkvæmt Reuters eru flestir þeirra sem saknað er frá Panama City, sem varð fyrir verulegum skemmdum. Þó er talið að flestir séu hjá vinum og ættingjum en ekki látnir. Þar sem rafmagn og símasamband hefur ekki verið á svæðinu hefur ekki náðst samband við marga aðila.



Í Mexico Beach var 30 saknað á mánudaginn. Í gær féll sú tala niður í þrjá og nú er einungis eins saknað. Yfirvöld bæjarins segjast viss um að sá sé á lífi og að ekki hafi náðst í hann. Tveir létu lífið í bænum þar sem um 1.200 manns búa.

Al Cathey, bæjarstjóri Mexico Beach, segir konu og mann hafa dáið. Þau hafi haldið til í húsum sínum þegar fellibylurinn fór yfir og að bæði húsin hafi hrunið.



Um 35 þúsund manns í Flórída hafa leitað til Almannavarna Bandaríkjanna, FEMA. Búið er að dreifa um 4,5 milljónum máltíða, fimm milljónum lítra af vatni og níu milljónum af pökkum sem sérstaklega eru gerðir fyrir umönnun smábarna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×