Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 14:30 Blaðamenn virða fyrir sér hin dýrkeyptu dönsku strá. visir/villhelm Í meðfylgjandi skjali má sjá alla reikninga sem snúa að hinni umdeildu braggabyggingu í Nauthólsvík. Kannski má segja að í heildina tekið sé helsta einkennið þeirra það að margt smátt geri eitt stórt. Mjög stórt. En, vissulega eru þar kostnaðarliðir sem vekja undrun og Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá. Vísir óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir viku en að sögn Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar tók tíma að fara yfir alla reikningana að teknu tilliti til persónuverndarákvæða.Eitt dæmi um reikning úr bókhaldinu, einn kostnaðarliðurinn af ótal mörgum sem snýr að hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Nokkra væna reikninga frá MG-húsum má finna í bókhaldinu.Strikað hefur verið yfir reikningsnúmer en til álita kom hvort forsvaranlegt væri að gefa upp ýmis einingaverð, vegna samkeppnissjónarmiða, en niðurstaðan var sú að það er birt. Þeir lesendur sem vilja glöggva sig betur á kostnaði við bygginguna með því að skoða meðfylgjandi reikninga skulu athuga að fyrst getur að líta nokkrar blaðsíður með ýmsum tilvísunarnúmerum. Fólk ætti ekki að láta það fæla sig frá og skrolla neðar í skjalið því þar má svo sjá reikninga sem lagðir hafa verið fram vegna byggingarinnar. Reikningarnir eru fyrir misháum upphæðum, allt frá nokkrum hundrað köllum uppí milljónir. Þarna er meðal annars að finna reikninga sem taka til byggingar náðhússins og dönsku stráanna sem og reikninga fyrir rokjárnum og lömum. Ekki ætti að þurfa að orðlengja að málið hefur valdið gríðarlegri pólitískri ólgu í Reykjavík; hart hefur verið sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, einkum af þeim Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins, Vigdísi Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins. Kostnaður við endurbygginguna fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir.Tengd skjölSundurliðaðir reikningar vegna braggans í Nauthólsvík (567 síður) Braggamálið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í meðfylgjandi skjali má sjá alla reikninga sem snúa að hinni umdeildu braggabyggingu í Nauthólsvík. Kannski má segja að í heildina tekið sé helsta einkennið þeirra það að margt smátt geri eitt stórt. Mjög stórt. En, vissulega eru þar kostnaðarliðir sem vekja undrun og Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá. Vísir óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir viku en að sögn Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar tók tíma að fara yfir alla reikningana að teknu tilliti til persónuverndarákvæða.Eitt dæmi um reikning úr bókhaldinu, einn kostnaðarliðurinn af ótal mörgum sem snýr að hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Nokkra væna reikninga frá MG-húsum má finna í bókhaldinu.Strikað hefur verið yfir reikningsnúmer en til álita kom hvort forsvaranlegt væri að gefa upp ýmis einingaverð, vegna samkeppnissjónarmiða, en niðurstaðan var sú að það er birt. Þeir lesendur sem vilja glöggva sig betur á kostnaði við bygginguna með því að skoða meðfylgjandi reikninga skulu athuga að fyrst getur að líta nokkrar blaðsíður með ýmsum tilvísunarnúmerum. Fólk ætti ekki að láta það fæla sig frá og skrolla neðar í skjalið því þar má svo sjá reikninga sem lagðir hafa verið fram vegna byggingarinnar. Reikningarnir eru fyrir misháum upphæðum, allt frá nokkrum hundrað köllum uppí milljónir. Þarna er meðal annars að finna reikninga sem taka til byggingar náðhússins og dönsku stráanna sem og reikninga fyrir rokjárnum og lömum. Ekki ætti að þurfa að orðlengja að málið hefur valdið gríðarlegri pólitískri ólgu í Reykjavík; hart hefur verið sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, einkum af þeim Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins, Vigdísi Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins. Kostnaður við endurbygginguna fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir.Tengd skjölSundurliðaðir reikningar vegna braggans í Nauthólsvík (567 síður)
Braggamálið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira