Dæmdur til greiðslu sektar fyrir að dreifa hatri í nafni konu sinnar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 20:52 Sema Erla Serdar fagnar dómi Héraðsdóms Suðurlands. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Maðurinn ritaði ummælin í nafni konu sinnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í Vestmannaeyjum. Sema Erla fagnar dómnum og segir hann marka tímamót. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við fréttina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“. Í athugasemdakerfinu skrifaði maðurinn: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Samkvæmt dómnum er „augljóst að ummælin eru til þess fallin að hæðast að, rógbera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en jafnframt Semu Erlu Serdaroglu þó að hún sé ekki múslimi“. Hinn dæmdi var auk sektarinnar dæmdur til að greiða allan málskostnað.Ekki verið birtur Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins, en Sema Erla fékk hann sendan eftir að hafa sóst eftir því. Sema Erla segir í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag að dómurinn marki tímamót og sé stórsigur og í baráttunni gegn hatursorðræðu. „Dómurinn staðfestir að hatursorðræða er ekki varin af skoðanafrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar, enda á hatursorðræða ekkert skilt við tjáningarfrelsi. Ekkert. Hatursorðræða er ofbeldi,“ segir Sema Erla.Að neðan má lesa færslu Semu Erlu frá fyrr í dag. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Maðurinn ritaði ummælin í nafni konu sinnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í Vestmannaeyjum. Sema Erla fagnar dómnum og segir hann marka tímamót. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við fréttina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“. Í athugasemdakerfinu skrifaði maðurinn: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Samkvæmt dómnum er „augljóst að ummælin eru til þess fallin að hæðast að, rógbera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en jafnframt Semu Erlu Serdaroglu þó að hún sé ekki múslimi“. Hinn dæmdi var auk sektarinnar dæmdur til að greiða allan málskostnað.Ekki verið birtur Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins, en Sema Erla fékk hann sendan eftir að hafa sóst eftir því. Sema Erla segir í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag að dómurinn marki tímamót og sé stórsigur og í baráttunni gegn hatursorðræðu. „Dómurinn staðfestir að hatursorðræða er ekki varin af skoðanafrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar, enda á hatursorðræða ekkert skilt við tjáningarfrelsi. Ekkert. Hatursorðræða er ofbeldi,“ segir Sema Erla.Að neðan má lesa færslu Semu Erlu frá fyrr í dag.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00