Viðskipti innlent

Krónan spyrnir við fótum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Krónan hefur styrkst það sem af er degi.
Krónan hefur styrkst það sem af er degi. Vísir
Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. Það sem af er degi hefur krónan styrkst um næstum 1,9% gagnvart breska pundinu, 2% gagnvart sænsku krónunni, rúmlega 1,3% gagnvart bandaríkjadalnum og 1,68% gagnvart evrunni.

Þrátt fyrir styrkingu dagsins hefur gengisvísitala krónunnar, vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónunni, ekki verið hærra síðan í september árið 2016. Hún stendur nú í 177 stigum en fór hæst í rúmlega 180 stig í gær og er gengisvísitalan nú rúmlega 7,5% hærri en hún var í upphafi mánaðarins. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að innflytjendur eru farnir að hækka verð á aðföngum.

Lækkunarhrinan krónunnar hefur verið til umfjöllunar síðustu daga, til að mynda sagði aðalhagfræðingur Íslandsbanka í samtali við Vísi í gær að engin einhlýt skýring væri á þessari veikingu. Hann ætlaði þó að um væri að „losun á spennu sem hefur verið að byggjast upp í töluverðan tíma.“

Fréttablaðið fjallaði að sama skapi ítarlega um sviptingar á genginu í úttekt sinni í morgun. Hana má nálgast hér.

 


Tengdar fréttir

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur.

Innnes hækkar verð vegna gengisþróunar

Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×