Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þrettándabrenna í Mosfellsbæ árið 2015. fréttablaðið/andri marinó Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira