Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 23-27 | ÍBV stöðvaði Fram Anton Ingi Leifsson í Framhúsinu skrifar 21. október 2018 17:15 vísir/ernir ÍBV varð í dag fyrsta liðið til að sigra Fram í Olís-deild kvenna en Eyjastúlkur unnu fjögurra marka sigur á Fram, 23-27, er liðin mættust í Safamýrinni í dag. Jafnræði var með liðunum lengst af en á lokasprettinum voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sterkari og höfðu að lokum betur. Mikill hraði var í leiknum í upphafi leiks. Bæði lið voru að gera byrjendamistök en hraðinn var stundum of mikill. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var að verja vel frá Fram í byrjun og framliggjandi varnarleikur Eyjastúlkna var að valda Fram vandræðum. Eftir að Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, brá á það ráð að spila sjö gegn sex í sóknarleiknum fór sóknarleikurinn að lagast. Fram var að búa til yfirtölu hvað eftir annað og náði að koma sér betur inn í leikinn eftir að hafa verið mest fjórum mörkum undir. Eyjastúlkur leiddu í hálfleik með einu marki 16-15 en í upphafi síðari hálfleiks var áfram sama jafnræðið með liðunum. Sterkur varnarleikur með fínni markvörslu, sér í lagi Eyjamegin, þá héldust liðin í raun hönd í hönd. Úr því breyttist er rúmar tíu mínútur voru etir. Eyjamenn hertu enn frekar varnarleikinn, Guðný varði og varði og því varð eftirleikurinn nokkuð auðveldur því Fram var ekki að spila sinn besta leik. Lokatölur 23-27.Afhverju vann ÍBV? Stórkostleg markvarsla, góður varnarleikur og oft á tíðum ansi góður sóknarleikur skilaði Eyjastúlkum sigri. Þær nýttu vel sín færi og var sigurinn nokkuð verðskuldaður en ÍBV leiddi nánast frá upphafi.Hverjar stóðu upp úr? Greta Kavaliuskaite var frábær í vinstri skyttunni hjá ÍBV. Hún skoraði níu mörk úr ellefu skotum, skotin voru öguð og komu oft á mikilvægum tímapunkti. Einnig var Arna Sif Pálsdóttir frábær í vörn og sókn og Guðný Jenný átti stórleik í markinu. Hjá Fram átti Unnur Ómarsdóttir góðan leik í vinstra horninu og nýtti færin sín vel. Ragnheiður var markahæst með níu mörk og Lena Margrét Valdimarsdóttir átti fína innkomu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram síðustu mínúturnar og færanýting var ekki upp á marga fiska. Byrjendamistök og klúður úr dauðafærum einkenndi sóknarleik Fram í lokin sem gengur oftar en ekki eins og smurð vél. Ragnheiður þurfti oftar en ekki að bjarga Fram úr krísu-sóknarleik.Hvað gerist næst? Topplið Fram, sem er með átta stig eftir fyrstu fimm leikina, fer næst og heimsækir nýliða KA/Þórs norður yfir heiðar en leikurinn fer fram næsta þriðjudag. Sama kvöld spilar ÍBV við Selfoss í Vestmannaeyjum en Selfoss er með eitt stig.Arna Sif: Ekkert betra en Jenný á svona dögum „Það er ekkert ljúfara en þetta og sérstaklega þegar við erum fyrstar til að taka stig af þeim,” sagði Arna Sif Pálsdóttir, línumaður ÍBV, sem átti afar góðan leik. „Liðsheildin skóp þennan sigur. Það er alveg klárt. Það skipti engu máli hver kom inn. Hún kom og gerði sitt og þetta var bara fallegur sigur.” „Guðný Jenný varði vel í markinu og vörnin hjálpaði henni alveg helling. Þannig fáum við ódýru mörkin í hraðaupphlaupunum svo að þetta var ljúft,” sagði Arna og aðspurð út í Jenný í markinu svaraði hún: „Það er ekkert betra en Jenný á svona dögum.” ÍBV beið afhroð í síðasta leik gegn Haukum en kemur svo á erfiðasta útivöll landsins og vinnur góðan sigur. Var vikan löng fram að þessum leik eftir tapið hræðilega gegn Haukum? „Já. Dagarnir eftir Haukaleikinn voru mjög erfiðir. Við erum enn að pússla okkur saman og finna melódíuna. Þarna sýndum við hversu slakar við getum verið.” „Í dag sýndum við að þegar við spilum saman þá náum við svo vel saman. Við þurfum að ná fleiri svona leikjum. Vonandi var Haukaleikurinn sá fyrsti og sá síðasti.” Þetta lið sem vann Fram í dag, getur það ekki orðið Íslandsmeistari? „Það er markmiðið okkar vona ég. Við ætlum að gera allt sem við getum til að minnsta kosti stríða þessum liðum, eins og Fram,” sagði Arna.Hrafnhildur: Sex til sjö lið berjast um úrslitakeppnina „Þetta var frábær frammistaða. Ég er ótrúlega stolt af stelpunum að koma til baka eftir lélegan leik síðast. Þetta var mikilvægt fyrir okkar allar… og Sigga,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Í fyrri hálfleik fannst mér bæði lið spila frábæran handbolta. Það voru aðeins minni gæði í síðari hálfleik, kannski smá þreyta, en okkar markvarsla og varnarleikur var frábær.” „Þær voru samt oft að finna lausnir og að komast auðveldlega í gegnum vörnina okkar en við misstum ekki trúna og uppskárum sigurinn að lokum,” en var skrýtð að vera bara einu marki yfir í hálfleik eftir jafn góða frammistöðu og ÍBV sýndi? „Já, það var það. Mér fannst við geta verið fleiri mörkum yfir. Við leiðum allan fyrri hálfleikinn og mér fannst við getað verið meira yfir en þær voru samt rosalega flottar. Ég kom inn í hálfleik eftir að hafa horft á virkilega flottan handbolta.” ÍBV fékk skell í síðasta leik gegn Haukum og Hrafnhildur fékk heldur betur svörin frá leikmönnum sínum í dag. „Það þurfti eitthvað stig að fara taka stig af þeim. Þessi deild er orðinn þannig að það geta öll lið unnið alla. Hver leikur er gífurlega erfiður og það verður sex til sjö lið að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Öll stig eru geysilega mikilvæg.” Olís-deild kvenna
ÍBV varð í dag fyrsta liðið til að sigra Fram í Olís-deild kvenna en Eyjastúlkur unnu fjögurra marka sigur á Fram, 23-27, er liðin mættust í Safamýrinni í dag. Jafnræði var með liðunum lengst af en á lokasprettinum voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sterkari og höfðu að lokum betur. Mikill hraði var í leiknum í upphafi leiks. Bæði lið voru að gera byrjendamistök en hraðinn var stundum of mikill. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var að verja vel frá Fram í byrjun og framliggjandi varnarleikur Eyjastúlkna var að valda Fram vandræðum. Eftir að Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, brá á það ráð að spila sjö gegn sex í sóknarleiknum fór sóknarleikurinn að lagast. Fram var að búa til yfirtölu hvað eftir annað og náði að koma sér betur inn í leikinn eftir að hafa verið mest fjórum mörkum undir. Eyjastúlkur leiddu í hálfleik með einu marki 16-15 en í upphafi síðari hálfleiks var áfram sama jafnræðið með liðunum. Sterkur varnarleikur með fínni markvörslu, sér í lagi Eyjamegin, þá héldust liðin í raun hönd í hönd. Úr því breyttist er rúmar tíu mínútur voru etir. Eyjamenn hertu enn frekar varnarleikinn, Guðný varði og varði og því varð eftirleikurinn nokkuð auðveldur því Fram var ekki að spila sinn besta leik. Lokatölur 23-27.Afhverju vann ÍBV? Stórkostleg markvarsla, góður varnarleikur og oft á tíðum ansi góður sóknarleikur skilaði Eyjastúlkum sigri. Þær nýttu vel sín færi og var sigurinn nokkuð verðskuldaður en ÍBV leiddi nánast frá upphafi.Hverjar stóðu upp úr? Greta Kavaliuskaite var frábær í vinstri skyttunni hjá ÍBV. Hún skoraði níu mörk úr ellefu skotum, skotin voru öguð og komu oft á mikilvægum tímapunkti. Einnig var Arna Sif Pálsdóttir frábær í vörn og sókn og Guðný Jenný átti stórleik í markinu. Hjá Fram átti Unnur Ómarsdóttir góðan leik í vinstra horninu og nýtti færin sín vel. Ragnheiður var markahæst með níu mörk og Lena Margrét Valdimarsdóttir átti fína innkomu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram síðustu mínúturnar og færanýting var ekki upp á marga fiska. Byrjendamistök og klúður úr dauðafærum einkenndi sóknarleik Fram í lokin sem gengur oftar en ekki eins og smurð vél. Ragnheiður þurfti oftar en ekki að bjarga Fram úr krísu-sóknarleik.Hvað gerist næst? Topplið Fram, sem er með átta stig eftir fyrstu fimm leikina, fer næst og heimsækir nýliða KA/Þórs norður yfir heiðar en leikurinn fer fram næsta þriðjudag. Sama kvöld spilar ÍBV við Selfoss í Vestmannaeyjum en Selfoss er með eitt stig.Arna Sif: Ekkert betra en Jenný á svona dögum „Það er ekkert ljúfara en þetta og sérstaklega þegar við erum fyrstar til að taka stig af þeim,” sagði Arna Sif Pálsdóttir, línumaður ÍBV, sem átti afar góðan leik. „Liðsheildin skóp þennan sigur. Það er alveg klárt. Það skipti engu máli hver kom inn. Hún kom og gerði sitt og þetta var bara fallegur sigur.” „Guðný Jenný varði vel í markinu og vörnin hjálpaði henni alveg helling. Þannig fáum við ódýru mörkin í hraðaupphlaupunum svo að þetta var ljúft,” sagði Arna og aðspurð út í Jenný í markinu svaraði hún: „Það er ekkert betra en Jenný á svona dögum.” ÍBV beið afhroð í síðasta leik gegn Haukum en kemur svo á erfiðasta útivöll landsins og vinnur góðan sigur. Var vikan löng fram að þessum leik eftir tapið hræðilega gegn Haukum? „Já. Dagarnir eftir Haukaleikinn voru mjög erfiðir. Við erum enn að pússla okkur saman og finna melódíuna. Þarna sýndum við hversu slakar við getum verið.” „Í dag sýndum við að þegar við spilum saman þá náum við svo vel saman. Við þurfum að ná fleiri svona leikjum. Vonandi var Haukaleikurinn sá fyrsti og sá síðasti.” Þetta lið sem vann Fram í dag, getur það ekki orðið Íslandsmeistari? „Það er markmiðið okkar vona ég. Við ætlum að gera allt sem við getum til að minnsta kosti stríða þessum liðum, eins og Fram,” sagði Arna.Hrafnhildur: Sex til sjö lið berjast um úrslitakeppnina „Þetta var frábær frammistaða. Ég er ótrúlega stolt af stelpunum að koma til baka eftir lélegan leik síðast. Þetta var mikilvægt fyrir okkar allar… og Sigga,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Í fyrri hálfleik fannst mér bæði lið spila frábæran handbolta. Það voru aðeins minni gæði í síðari hálfleik, kannski smá þreyta, en okkar markvarsla og varnarleikur var frábær.” „Þær voru samt oft að finna lausnir og að komast auðveldlega í gegnum vörnina okkar en við misstum ekki trúna og uppskárum sigurinn að lokum,” en var skrýtð að vera bara einu marki yfir í hálfleik eftir jafn góða frammistöðu og ÍBV sýndi? „Já, það var það. Mér fannst við geta verið fleiri mörkum yfir. Við leiðum allan fyrri hálfleikinn og mér fannst við getað verið meira yfir en þær voru samt rosalega flottar. Ég kom inn í hálfleik eftir að hafa horft á virkilega flottan handbolta.” ÍBV fékk skell í síðasta leik gegn Haukum og Hrafnhildur fékk heldur betur svörin frá leikmönnum sínum í dag. „Það þurfti eitthvað stig að fara taka stig af þeim. Þessi deild er orðinn þannig að það geta öll lið unnið alla. Hver leikur er gífurlega erfiður og það verður sex til sjö lið að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Öll stig eru geysilega mikilvæg.”
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti