Tala látinna í Indónesíu hækkar enn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 07:25 Þessi stúlka fannst á lífi í Palu í gær. vísir/epa Staðfest er að 844 hafi látist af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Indónesíu á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi indónesískra yfirvalda sem hófst upp úr klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun, en ljóst er að sú tala á eftir að hækka, þar sem óttast er hundruð séu grafnir í leðju og drullu á hamfarasvæðunum. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður yfirvalda, sagði að stórvirkar vinnuvélar væru nú komnar að þau svæði sem urðu hvað verst úti í skjálftanum en þær verða til að mynda notaðar í borginni Palu til þess að leita í rústum verslunarmiðstöðvar og hótels. Ekki hefur verið leitað í rústum bygginganna þar sem þær eru taldar óstöðugar þannig að ekki er óhætt fyrir björgunarfólk að fara þangað inn. Sutopo sagði að yfirvöld enn takmarkaðar upplýsingar um ástandið á þeim svæðum sem fóru verst út úr skjálftanum og þeirri gríðarmiklu flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Þá liggja rafmagns- og símalínur enn niðri í Palu, Donggala, Sigi og Parigi Moutong. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum voru 144 erlendir ríkisborgarar staddir í Palu og Donggala þegar jarðskjálftinn reið yfir. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja boð annarra ríkja um björgunaraðstoð en neyðaraðstoð hefur borist illa og seint til skjálftasvæðanna, bæði vegna vega sem eyðilögðust í hamförunum sem og vegna þess hversu seint yfirvöld í landinu tóku ákvörðun um að þiggja aðstoð. „Það hefur enginn hjálp borist. Við höfum misst allt,“ er haft eftir einum íbúa á skjálftasvæðunum. Indónesía Tengdar fréttir Skelfing greip um sig þegar flóðbylgjan skall á Um fjögur hundruð látnir. 29. september 2018 09:59 Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu 30. september 2018 07:33 Tala látinna hækkar hratt Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við. 30. september 2018 19:56 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Staðfest er að 844 hafi látist af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Indónesíu á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi indónesískra yfirvalda sem hófst upp úr klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun, en ljóst er að sú tala á eftir að hækka, þar sem óttast er hundruð séu grafnir í leðju og drullu á hamfarasvæðunum. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður yfirvalda, sagði að stórvirkar vinnuvélar væru nú komnar að þau svæði sem urðu hvað verst úti í skjálftanum en þær verða til að mynda notaðar í borginni Palu til þess að leita í rústum verslunarmiðstöðvar og hótels. Ekki hefur verið leitað í rústum bygginganna þar sem þær eru taldar óstöðugar þannig að ekki er óhætt fyrir björgunarfólk að fara þangað inn. Sutopo sagði að yfirvöld enn takmarkaðar upplýsingar um ástandið á þeim svæðum sem fóru verst út úr skjálftanum og þeirri gríðarmiklu flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Þá liggja rafmagns- og símalínur enn niðri í Palu, Donggala, Sigi og Parigi Moutong. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum voru 144 erlendir ríkisborgarar staddir í Palu og Donggala þegar jarðskjálftinn reið yfir. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja boð annarra ríkja um björgunaraðstoð en neyðaraðstoð hefur borist illa og seint til skjálftasvæðanna, bæði vegna vega sem eyðilögðust í hamförunum sem og vegna þess hversu seint yfirvöld í landinu tóku ákvörðun um að þiggja aðstoð. „Það hefur enginn hjálp borist. Við höfum misst allt,“ er haft eftir einum íbúa á skjálftasvæðunum.
Indónesía Tengdar fréttir Skelfing greip um sig þegar flóðbylgjan skall á Um fjögur hundruð látnir. 29. september 2018 09:59 Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu 30. september 2018 07:33 Tala látinna hækkar hratt Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við. 30. september 2018 19:56 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu 30. september 2018 07:33
Tala látinna hækkar hratt Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við. 30. september 2018 19:56