Ótrúleg endurkoma Daniil Kvyat Bragi Þórðarson skrifar 3. október 2018 06:00 Daniil Kvyat er að fá tækifæri í þriðja skiptið. vísir/getty 24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira