Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2018 22:15 Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri. Rætt var við bændur á Stað í Reykhólasveit í fréttum Stöðvar 2. Deilurnar um Teigsskóg og framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit tóku óvænta stefnu í sumar þegar kynnt var sem sáttaleið tillaga norskrar verkfræðistofu um veg þvert yfir mynni Þorskafjarðar með áttahundrað metra langri brú, kölluð R-leið, og var fullyrt að hún myndi kosta svipað.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Því fer þó fjarri að hún teljist sáttaleið. „Nei, það er engin sátt um R-leið í Reykhólahreppi,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað í Reykhólasveit. „Og þetta er bara sorglegt að okkar mati að þeir skyldu voga sér að nota þetta orð,“ segir Rebekka Eiríksdóttir.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan þýddi að Vestfjarðavegur færi í gegnum fjórar bújarðir, sem allar eru nýttar, Stað og Árbæ á Reykjanesi, en einnig jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði í botni Berufjarðar en þrjár þessara jarða eru í eigu Staðarbænda. „Við höfum auðvitað bara áhyggjur af okkar framtíð. Þetta er í rauninni framtíðarbreyting á öllu hér og allt óafturkræft. Af því að við erum með fullt af ræktuðu landi og við erum með æðarvarp fyrir neðan. Og það er alveg sama hvort verður tekið af okkur, það verður alltaf geysilegt tjón fyrir okkur,“ segir Rebekka.Jarðirnar Árbær og Staður. Vestfjarðavegur færi um lönd þeirra, ef R-leið verður valin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En jafnframt sé gert ráð fyrir að leggja veginn yfir ósnortna náttúru. „Hér er gríðarlegt votlendi og fuglalíf, - og hríslur og fleira í Berufirði og Skáldstöðum, sem við getum ekki ímyndað okkur annað en að þurfi að skoða eitthvað betur. Við ætlum kannski ekki að segja að það sé betra að eyðileggja annarra manna land. En við vitum allavega hver skaðinn okkar er,“ segir hún. „Og það er þó allavega búseta hér. Það er engin búseta á Hallsteinsnesi eða Grónesi,“ segir Kristján Þór en Teigsskógarleiðin færi um þær jarðir.Leiðarstytting fyrir botn Berufjarðar þýðir að ryðja þarf burt birkikjarri og fara yfir lönd jarðanna Skáldstaða og Berufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá gera þau athugasemd við að Reykhólahreppur skyldi taka við fimm milljóna króna styrk frá Hagkaupsbræðrum til að kosta norsku skýrsluna. „Já, það er alveg magnað og helvíti hart að við þurfum að fara að eyða sauðfjárinnlegginu okkar til að verja okkur á meðan sveitarfélagið þiggur styrki frá auðmönnum,“ segir Kristján.Jarðirnar Árbær og Staður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kristján og Rebekka krefjast nýs umhverfismats og segjast klárlega ætla að nýta sér allar mögulegar kæruleiðir, verði reynt að fara R-leiðina. „Þetta er líka svolítið sorglegt að sveitarstjórn skuli vera að taka afstöðu gegn íbúum, en afstöðu með einhverjum birkihríslum,“ segir Kristján. „Af því að við þurfum auðvitað öll að standa saman í svona litlu samfélagi,“ segir Rebekka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri. Rætt var við bændur á Stað í Reykhólasveit í fréttum Stöðvar 2. Deilurnar um Teigsskóg og framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit tóku óvænta stefnu í sumar þegar kynnt var sem sáttaleið tillaga norskrar verkfræðistofu um veg þvert yfir mynni Þorskafjarðar með áttahundrað metra langri brú, kölluð R-leið, og var fullyrt að hún myndi kosta svipað.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Því fer þó fjarri að hún teljist sáttaleið. „Nei, það er engin sátt um R-leið í Reykhólahreppi,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað í Reykhólasveit. „Og þetta er bara sorglegt að okkar mati að þeir skyldu voga sér að nota þetta orð,“ segir Rebekka Eiríksdóttir.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan þýddi að Vestfjarðavegur færi í gegnum fjórar bújarðir, sem allar eru nýttar, Stað og Árbæ á Reykjanesi, en einnig jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði í botni Berufjarðar en þrjár þessara jarða eru í eigu Staðarbænda. „Við höfum auðvitað bara áhyggjur af okkar framtíð. Þetta er í rauninni framtíðarbreyting á öllu hér og allt óafturkræft. Af því að við erum með fullt af ræktuðu landi og við erum með æðarvarp fyrir neðan. Og það er alveg sama hvort verður tekið af okkur, það verður alltaf geysilegt tjón fyrir okkur,“ segir Rebekka.Jarðirnar Árbær og Staður. Vestfjarðavegur færi um lönd þeirra, ef R-leið verður valin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En jafnframt sé gert ráð fyrir að leggja veginn yfir ósnortna náttúru. „Hér er gríðarlegt votlendi og fuglalíf, - og hríslur og fleira í Berufirði og Skáldstöðum, sem við getum ekki ímyndað okkur annað en að þurfi að skoða eitthvað betur. Við ætlum kannski ekki að segja að það sé betra að eyðileggja annarra manna land. En við vitum allavega hver skaðinn okkar er,“ segir hún. „Og það er þó allavega búseta hér. Það er engin búseta á Hallsteinsnesi eða Grónesi,“ segir Kristján Þór en Teigsskógarleiðin færi um þær jarðir.Leiðarstytting fyrir botn Berufjarðar þýðir að ryðja þarf burt birkikjarri og fara yfir lönd jarðanna Skáldstaða og Berufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá gera þau athugasemd við að Reykhólahreppur skyldi taka við fimm milljóna króna styrk frá Hagkaupsbræðrum til að kosta norsku skýrsluna. „Já, það er alveg magnað og helvíti hart að við þurfum að fara að eyða sauðfjárinnlegginu okkar til að verja okkur á meðan sveitarfélagið þiggur styrki frá auðmönnum,“ segir Kristján.Jarðirnar Árbær og Staður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kristján og Rebekka krefjast nýs umhverfismats og segjast klárlega ætla að nýta sér allar mögulegar kæruleiðir, verði reynt að fara R-leiðina. „Þetta er líka svolítið sorglegt að sveitarstjórn skuli vera að taka afstöðu gegn íbúum, en afstöðu með einhverjum birkihríslum,“ segir Kristján. „Af því að við þurfum auðvitað öll að standa saman í svona litlu samfélagi,“ segir Rebekka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00
Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15