Þurfum að nálgast þetta af umhyggju Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. október 2018 08:00 Mike Trace. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu Bretar frammi fyrir áskorunum sem tengdust aukinni glæpatíðni sem að stórum hluta var hægt að rekja til áfengis- og fíkniefnaneyslu. Til að bregðast við þessu var mótuð stefna á landsvísu og miklum fjármunum varið í ný meðferðarúrræði. Mike Trace var einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnar Tonys Blair, sem tók við völdum 1997, í þessum málaflokki. Hann var nýverið hér á landi til að miðla af langri reynslu sinni og átti meðal annars fund með Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra auk þess að hitta fulltrúa í starfshópi um bættar félagslegar aðstæður fanga að lokinni afplánun. „Við höfum komið upp kerfi fyrir einstaklinga í neyslu sem stunda glæpi þar sem við reynum að beina þeim í annan farveg og fá þá til að breyta um lífsstíl. Við nálgumst þetta af umhyggju og viljum gefa þessu fólki valkost,“ segir Mike. Dómstólar geta í tilfellum þar sem um neyslutengda glæpi er að ræða gefið fólki val um að fara í meðferð í stað fangelsis. Séu glæpirnir það alvarlegir að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar býðst meðferð í fangelsinu. „Ég hef í öllum mínum störfum lagt áherslu á að það sé mikilvægast að átta sig á því að fólk ánetjast eiturlyfjum af félagslegum og tilfinningalegum ástæðum. Ef við tökumst á við þessar ástæður getum við leyst vandann. Ég held við leysum ekki vandann með því að beita hörðum refsingum. Með því erum við að misskilja ástæður þess að viðkomandi er í neyslu.“ Mike segir þó að bregðast verði við alvarlegum glæpum á viðeigandi hátt. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá alvarlegum glæpum en við verðum að skilja ástæður svona hegðunar. Svar okkar á að vera umhyggja og meðferð. Þú yrðir hissa á því hversu vel flest fólk bregst við því og er tilbúið að breyta lífi sínu.“ Að mati Mikes hefur stefnan sem var mótuð á tíunda áratugnum skilað þó nokkrum árangri. Glæpatíðni minnkaði stöðugt frá því um síðustu aldamót og fram til 2012. Rannsóknir sýna að ein helsta ástæða þess var sú að fleiri fíklar nýttu sér meðferðarúrræðin. Glæpatíðni hefur þó aukist á síðustu árum en Mike bendir á að þótt stefnan sé sú sama hjá núverandi stjórnvöldum hafi dregið úr fjárveitingum til málaflokksins. Mike fer nú fyrir samtökunum Forward Trust sem eru sjálfstæð góðgerðarsamtök sem bjóða upp á meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Við bjóðum upp á ýmis úrræði, meðal annars inni í fangelsum. Þar er um að ræða 20 vikna stífa meðferð en um tveir af hverjum þremur ljúka henni. 29 prósent þeirra sem ljúka meðferðinni hljóta dóm innan árs frá því að þeir komu út úr fangelsinu en það hlutfall er 70 prósent fyrir sambærilega hópa sem fá ekki meðferð.“ Mikil áhersla er lögð á meðferð og endurhæfingu eftir að fólk kemur út úr fangelsi. „Þetta eru krossgötur fyrir marga. Ef stuðningurinn er áfram til staðar eftir að fólk kemur út, þá nærðu góðum árangri. Fyrsti aðilinn sem margir hitta eftir að þeir koma út er eiturlyfjasalinn þeirra. Við leggjum mikla áherslu á fyrsta daginn og aðili á okkar vegum mætir og tekur á móti fólki þegar það kemur út.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur leiðandi í fangelsismálum Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu Bretar frammi fyrir áskorunum sem tengdust aukinni glæpatíðni sem að stórum hluta var hægt að rekja til áfengis- og fíkniefnaneyslu. Til að bregðast við þessu var mótuð stefna á landsvísu og miklum fjármunum varið í ný meðferðarúrræði. Mike Trace var einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnar Tonys Blair, sem tók við völdum 1997, í þessum málaflokki. Hann var nýverið hér á landi til að miðla af langri reynslu sinni og átti meðal annars fund með Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra auk þess að hitta fulltrúa í starfshópi um bættar félagslegar aðstæður fanga að lokinni afplánun. „Við höfum komið upp kerfi fyrir einstaklinga í neyslu sem stunda glæpi þar sem við reynum að beina þeim í annan farveg og fá þá til að breyta um lífsstíl. Við nálgumst þetta af umhyggju og viljum gefa þessu fólki valkost,“ segir Mike. Dómstólar geta í tilfellum þar sem um neyslutengda glæpi er að ræða gefið fólki val um að fara í meðferð í stað fangelsis. Séu glæpirnir það alvarlegir að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar býðst meðferð í fangelsinu. „Ég hef í öllum mínum störfum lagt áherslu á að það sé mikilvægast að átta sig á því að fólk ánetjast eiturlyfjum af félagslegum og tilfinningalegum ástæðum. Ef við tökumst á við þessar ástæður getum við leyst vandann. Ég held við leysum ekki vandann með því að beita hörðum refsingum. Með því erum við að misskilja ástæður þess að viðkomandi er í neyslu.“ Mike segir þó að bregðast verði við alvarlegum glæpum á viðeigandi hátt. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá alvarlegum glæpum en við verðum að skilja ástæður svona hegðunar. Svar okkar á að vera umhyggja og meðferð. Þú yrðir hissa á því hversu vel flest fólk bregst við því og er tilbúið að breyta lífi sínu.“ Að mati Mikes hefur stefnan sem var mótuð á tíunda áratugnum skilað þó nokkrum árangri. Glæpatíðni minnkaði stöðugt frá því um síðustu aldamót og fram til 2012. Rannsóknir sýna að ein helsta ástæða þess var sú að fleiri fíklar nýttu sér meðferðarúrræðin. Glæpatíðni hefur þó aukist á síðustu árum en Mike bendir á að þótt stefnan sé sú sama hjá núverandi stjórnvöldum hafi dregið úr fjárveitingum til málaflokksins. Mike fer nú fyrir samtökunum Forward Trust sem eru sjálfstæð góðgerðarsamtök sem bjóða upp á meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Við bjóðum upp á ýmis úrræði, meðal annars inni í fangelsum. Þar er um að ræða 20 vikna stífa meðferð en um tveir af hverjum þremur ljúka henni. 29 prósent þeirra sem ljúka meðferðinni hljóta dóm innan árs frá því að þeir komu út úr fangelsinu en það hlutfall er 70 prósent fyrir sambærilega hópa sem fá ekki meðferð.“ Mikil áhersla er lögð á meðferð og endurhæfingu eftir að fólk kemur út úr fangelsi. „Þetta eru krossgötur fyrir marga. Ef stuðningurinn er áfram til staðar eftir að fólk kemur út, þá nærðu góðum árangri. Fyrsti aðilinn sem margir hitta eftir að þeir koma út er eiturlyfjasalinn þeirra. Við leggjum mikla áherslu á fyrsta daginn og aðili á okkar vegum mætir og tekur á móti fólki þegar það kemur út.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur leiðandi í fangelsismálum Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Noregur leiðandi í fangelsismálum Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. 4. október 2018 08:00