Vegasmálið nærtækt fordæmi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2018 06:15 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti í liðnum mánuði. Fréttablaðið/Ernir Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30