Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2018 11:15 Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Sjá meira
Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45