Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2018 11:15 Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45