Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 12:09 Ingileif er ánægð með útkomuna en þetta er frumraun hennar í íslenskri textagerð. Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira