Fótbolti

Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel í sumar
Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel í sumar vísir/getty
Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu.

Jón Dagur er eini nýliðinn í hópnum sem Svíinn valdi í dag. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur farið vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni.

„Jón Dagur er í banni í næsta leik með U21 liðinu og við viljum sjá hann í þessum gæðaflokki þegar við fáum tækifæri til þess,“ sagði Hamrén á fundinum í dag.

„Hann er einn af ungu leikmönnunum í U21 landsliðinu sem við trúum að geti spilað með A-landsliðinu.“

Hamrén sagði jafnframt að Jón Dagur myndi fara til liðs við U21 liðið eftir leikinn við Frakka.

Liðsfélagi Jóns í U21 landsliðinu Albert Guðmundsson er einnig í A-landsliðshópnum að þessu sinni.


Tengdar fréttir

Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum

Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×