Túristaþyrla í Hornvík vekur furðu Ísfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Ferðamenn af skemmtiferðaskipi stíga á land á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar. Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira