Missti föður sinn og bróður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Alex Ford er að ná sér á strik eftir áföll og erfiða lífsreynslu í hruninu. Hún fær aðstoð sálfræðings og er hjá Umboðsmanni skuldara Fréttablaðið/Anton Brink Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið. Eftirleikurinn næstu ár er í brennidepli. „Afleiðingar hrunsins urðu miklar á líf fjölskyldu minnar og við misstum allt,“ segir Alex. Alex bjó með foreldrum sínum og systkinum í rúmgóðri íbúð á Laugavegi. „Foreldrar mínir keyptu íbúðina árið 2005. Hún kostaði þá 21 milljón króna. Svo kom hrunið og það fór allt í klessu og lánin hækkuðu alveg svakalega,“ segir Alex frá og segir fjölskylduna hafa reynt af fremsta megni í fyrstu að halda í við afborganirnar. „Þau gátu það bara ekki. Við fluttum í Garðabæinn í litla stúdíóíbúð sem amma mín átti. Þar fengum við að borga lágmarksleigu. Við bjuggum þar, öll fjölskyldan, og leigðum íbúðina á Laugavegi til námsmanna. Þannig gekk þetta í smá tíma,“ segir Alex. Faðir hennar veiktist og lést árið 2010. Alex segir líklegt að álag í kjölfar atvinnumissis og skuldaklafa hafi haft vond áhrif á heilsu hans. „Pabbi var hjartveikur og það var mikið álag á honum. Það var líka mikið álag á spítalanum þegar hann veiktist og þurfti að leita þangað. Hann var bara 57 ára þegar hann dó,“ segir hún frá. Alex missti bróður sinn einnig úr álagstengdum veikindum. „Hann dó úr blæðandi magasári og fékk einnig ekki þá umönnun sem hann þurfti á að halda,“ segir hún. Alex hefur reynt að takast á við vanlíðan af völdum álags og áfalla með aðstoð sálfræðings. „Ég er greind með áfallastreituröskun. Ég ákvað í samráði við sálfræðinginn minn að vera ekki að róta í áföllunum heldur einbeita mér að framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að gera þetta á hnefanum og er miklu frekar meðvitað að einbeita mér að því að komast af,“ segir hún. Hún segist líklega ekki muna eins og aðrir landsmenn eftir hruninu. „Áföllin yfirskyggja það allt saman. Skuldabagginn var svo þungur og við stóðum ekki undir honum. Það var ekki nægilega vel haldið utan um venjulegar fjölskyldur. Vinnuálagið og skuldirnar voru of háar,“ segir Alex. „Svo misstum við íbúðina og þá sundraðist fjölskyldan enn frekar, segir Alex frá. „Mamma flutti á Vatnsleysuströnd því að hún hafði ekki efni á því að leigja íbúð í borginni. Nú býr hún á Akureyri, amma hjálpaði henni að kaupa íbúð þar. Ég fór á leigumarkaðinn, nítján ára gömul,“ segir hún og segist hafa komist af síðustu ár með því að safna skammtímaskuldum. „Ég komst af með því að lifa á yfirdrætti. Þegar bankinn hringdi og bauð mér kreditkort þá sagði ég bara já því ég var staurblönk og þurfti peninga til að lifa af. Ég er núna hjá Umboðsmanni skuldara og að læra að umgangast peninga upp á nýtt. Ég mun komast í gegnum fjárhagsvandann. En ég mun líklega aldrei geta keypt mér íbúð,“ segir Alex.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira